Heimilisritið - 01.09.1945, Page 17
símann hjá henni hafði hún
heyrt raunarsögu hans og boðið
hónum aðstoð sína. í fyrstu.var
á'hugi hennar á honum einungis
sprottihn af því að hún taldi
hann hafa hæfileika. Hún
kenndi honum ýms undirstöðu-
atriði — hvernig hann ætti að
ganga og sitja, og réttar 'handa-
hreyfingar. Hún las upp leikrit
með honum. Hann var eins og
úrvals hestefni, sem lagt er
beizli við í fyrsta sinn, af manni,
sem kann tamningu. Clark
reyndist námfús lærisveinn,
og átti auðvelt með að nema
allt, ér viðkom leiklist. Fyrir
tilmæli Josephine Dillons fékk
hann góða atvinnu. En þá voru
þau annað meira en kennari og
nemandi. Þegar Josephine sneri
heim til Los Angeles, var Clark
farinn að vekja athygli í Port-
landi. Hann fór með henni, og
13. desember 1924 giftust þau.
Þetta var lokaþáttur skógar-
dvalar viðarhöggsmannsins, en
langt frá því að vera endirinn á
baráttu hans. Þau bjuggu sam-
an í smábústað utan við borg-
ina, er þau leigðu fyrir tuttugu
dollara á mánuði. Fyrst í stað
leitaði Clark fyrir sér hjá kvik-
myndafélögunum. Sem hermað-
ur frá miðöldunum í nærskom-
um fötum og með sveipandi
sverði kom hann í fyrsta sinn
fram fyrir kvikmyndavélina og
það í kvikmynd, sem sjálfur
Lubitsch stjórnaði. En Lubitsch
hrópaði ekki upp yfir sig:
„Mikli Gable!“ Hann leit á
manninn í gamaldags her-
mannabúningnum og fór svo að
hugsa um annað.
Clark fékk dagsverk öðru
hverju. Áður en langt um leið
taldi hann sér trú um, að kvik-
myndirnar ættu ekki við' sig.
Hann fór að hugsa til New
York, þar sem leikhúsin voru
í miklum metum. En til þess að
komast áfram þar þurfti pen-
inga. Um sama leyti átti að fara
að sýna leikritið „Rómeó og
Júlía“ í Los Angeles og auglýst
var eftir stórum og stæðilegum
mönnum í hlutverk varðmanna
Verónsborgar. Clark var meðal
þeirra, sem ráðnir voru. Leikrit-
ið gekk lengi og leikstjórinn,
Louis MacLoon, veitti Clark at-
hygli. í næsta leikriti, sem átti
að kvikmynda, þurfti hann á
leikara að halda, sem liti út
fyrir að vera áfjáður og löng-
unarfullur. Hann bauð Clark
hlutverkið.
Það var fyrsta hlutverk hans,
sem hann lék í talmynd og í
honum heyrðist, en það var líka
nóg. Stærri hlutverk fóru á eft-
ir. MacLoon fékk álit á honum
og Ciark lék í sex leikritum
hjá honum. Eitt af þeim var
„Koparhöfuðið“, en í því lék
HEIMILISRITIÐ
15