Heimilisritið - 01.09.1945, Page 18

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 18
Almenningur krafðist þess, að hann léki Rhett Butler, þegar átti að kvikmynda söguna „Á hverfanda hveli“. Hér sést hann í því hlut- verki með Vivien Leigh, sem lék með honum í myndinni. Lionel Barrymorre aðalhlut- verkið. Lionel sá, eins og Josep- hine DiIIon, hvað í Gable bjó. Þeir urðu vinir — og vináttta þeirra átti eftir að bera góðan ávöxt. Svo ákvað hann að fara til New York. Josephina fór með honum. Þau höfðu verið gift naerri í fjögur ár og hjónaband- ið var ekki meira en svo gott. Upp á síðkastið höfðu þau smátt og smátt yerið að fjar- lægjast hvort annað. Þetta átti að verða síðasti prófsteinninn á samkomulag þeirra. En árang- urinn varð neikvæður. Snemma á árinu 1929 fór kona CSarks frá honum til Los Angeles og sótti um skilnað. Clark fór með meðmælabréf frá MacLoon til Arthur Hop- kins leikstjóra. Hann reyndi ekkert til að blekkja Hopkins, heldur sagði honum sínar farir ekki sléttar. Hopkms fékk hon- um hlutverk sem hann þótti leysa allvel af hendi. „Ungt kröftugt og ófyrirleitið karl- menni“, sagði eitt blaðið um hann. „Hann lék sama skap- góða elskhugann og vant er að sjá á leiksviði, en fór þó með hlutverk sitt á athyglisverðan hátt“, sagði annar gagnrýnandi. Hollywood kallar Hann fékk fleiri hlutverk. f engu þeirra vakti hann sér- stiaka athygli, en hann komst að leikhúsunum, án verulegrar fyrirhafnar. Honum féll vel við New York og hugsaði sér að láta kvikmyndimar eiga sig. í maí, þegar leikhúsm í New York höfðu lokað, kom skeyti frá MacLoon: „Viltu koma og leika Mears manndrápara í „Síðustu mílunni“?“ Þetta var gott tilboð, en Clark hefði varla þegið það, ef MacLoon hefði ekki átt í hlut. Hann átti hon- um mikið að þakka. Hann stóð í enn stærri þakk- 1S KEIÍ.1ILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.