Heimilisritið - 01.09.1945, Page 41

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 41
■ BERLÍNARDAGBÓK l^M ppE=JBLABAMANNSl Eftir WILLIAM L. SHIRER í Belgíu eftir innrás Þjóðverja Louvan í Belgiu, 20. maí 1940 (frh.) Við stöldrum stundarkom á jámbrautartorginu. Flóttamenn tóku að strjálast að og staulast gegnum rústimar. Enn mátti sjá ótta og skelfingu í andlits- dráttum þeirra, en þeir eru þög- ulir, beiskir og virðulegir á svip og stoltir. Við stöðvum nokkra þeirra, þó að það gangi okkur hjarta nær, og reynum að spyrja þá. En þegar þeir sáu þýzku foringjana með okkur urðu þeir fáir við og sögðu okkur ekkert. Þeir staðhæfðu. að þeir hefðu ekkert séð. Þeir hefðu ekki verið í borginni meðan barist var. Þeir hefðu flúið upp í hæðirnar utan við borgina. „Hvernig átti ég að geta séð nokkuð?“ segir gamll maður gremjulega og starir óblíðum augum á Þjóðverjana. Belgiskur prestur er álíka út undir sig. „Eg var í klausturkjallaranum“, sagði hann, „og bað fyrir sókn- arbömum mínum“. Þýzk nunna segir frá því, hvemig hún og þrjátíu og sex böm í hóp hnipruðu sig saman í klaustur- kjallara í þrjá sólarhringa. Hún man það að sprengjuhríðin hófst á föstudagsmorgun, 1G. maí. Engin aðvörun kom. Eng- inn bjóst við sprengjuhríðinni. Belgía átti ekki í styrjöld. Belgar höfðu ekki gert neinum neitt---------. Hún þagnaði og sá að þýzku foringjamir blíndu á hana. „Þér eruð Þjóðverji, er það ekki?“ segir einn þeirra. „Ja“. Og svo flýtir hún sér að bæta við, og það er ótti í röddinni: „Auðvitað var ég fegin því, sem Þjóðverji, þegar HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.