Heimilisritið - 01.09.1945, Page 43

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 43
dagstofunni á neðri hæð, stór- um sal, sem búinn er af ó- smekklegu, borgaralegu prjáli, liggja bækur, minnisblöð og postuliínsbúnaður hvað innan um annað. í herbergi einu á efri hæð, sem ég áleit vera skrif- stofu Ottós, tók ég eftir bók einni á frönsku, sem heitir' „Komandi styrjöld“. Eg leit yfir bækur hans. Þar eru nokkrar mjög góðar bækur á frönsku. ensku og þýzku. Hann hefur auðsjáanlega kunnað góð skil á bókum. Margar þeirra eru auðvitað námsbækur hans frá háskólaárum, um stjómmál, hagfræði o. s. frv. Við snuðruðum í hálfa stund um herbergin. Flest eru þau fátæklega búin. Baðherbergin eru sérlega óvönduð. Eg man glæsibrag þann, sem ég sá á öllu í Hofburg í Vín, þar sem Habsborgarar ríktu svo lengi. Hér er mikið djúp á milli. Ýms- ir í hópi okkar hlaða sig ar minnisgripum, sverðum, göml- um skambyssum og alls konrr dóti. Eg hirði blað með göml- um, enskum stíl, sem Ottó hef- ur auðsjáanlega skrifað. þegar hann var að rifja upp málið áður en hann fór í Ameríkuför sína fyrir skömmu. Fanst ég vera þjófur. Þýzkur liðsforingi rétti mér stúdentshúfu Ottos. Eg tók við henni hálfkindar- HEIMILISRITIÐ legur. Einhver finnur nokkur af nafnspjöldum Zitu drottning- ar og fær mér eitt þeirra. Á því stendur. „L’Impéra — trice d’ Autriche et Reine de Hongrie". Eg sting því í vasann eins og hver annar þjófur. Lúpulegt, soltið og ringlað hundkvikindi ráfar innan um ruslið í her- bergjunum og eltir okkur út að bílnum. Við látum seppa kastal- ann eftir. Enginn maður sést á ferli. Vegurinn frá Steenockerzeel til Briissel var hægra megin þakinn þýzkum herflutninga- vögnum og vélknúnum stór- skotatækjum á flugferð vestur á bóginn,' en vinstra megin var óslitin fylking örþreyttra flótta- manna, sem drógust áfram í hitanum og rykinu áleiðis til eyddra heimila sinna. Mig var farið að langa í góðan hádegis- verð í Brússel. En þessi óhugn- anlega sjón sviptir mig matar- lystinni. Klukkan 2 e. h. í Briissel. Brússel hefur verið hlíft, hún er einasta borgin í Belgíu, sem hefur ekki verið eydd að nokkru leyti eða öllu. Hitler hafði í heitingum að eyða hana vegna þess, að Belgar létu hersveitif ganga í gegnum borgina og þvi gæti hún ekki lengur talizt óvarin borg. Ef til vill bjargaði 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.