Heimilisritið - 01.09.1945, Page 45

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 45
dag á eftir morgunverði. Flestir kaupa heilpakka, og það léttir á samvizku minni. Við greiðum í mörkum yið uppsprengdu gengi, tíu frankar fyrir eitt mark. Að lokinni máltíð fara flestir úr hópnum út og rupla búðirnar fyrir pappírsmörk. Nu eru þau í góðu gildi. Þeir kaupa skó, sokka, regnkápur, kven- sokka, allt hugsanlegt. Einn ítalinn kaupir kaffi, te, tíu lítra af olíu, og auk þess bæði skó og fatnað. Við F. förum saman og leitum að búð, sem ég var áður heima- gangur í, ekki til þess að verzla. heldur spjalla við fólkið. Kona eigandans er í búðinni. Hún kannast við mig, hálft í hvoru. Hún er hrædd og ringluð, en ber sig vel. „Þetta kom svo skyndilega", segir hún. „Eg er ekki búin að átta mig enn. Fyrst innrás Þjóðverja. Þá flúði stjórnin. Við vissum ekki, hvað var að gerast. Svo ruddust Þjóðverjar inní borginaklukkan átta á föstudagskvöldið, og nú. er kominn mánudagur“. Hún játar, að þýzku hermennimir hagi sér „lýtalaust“. „Hvar er maðurinn yðar?“ spyr ég. „Eg veit það ekki. Hann var kvaddur í herinn. Hann fór til vúgstöðvanna. Eg hef ekkert heyrt frá honum. Eg reyni bara að vona, að hann sé lifandi“, Tveir þýzkir hermenn slæð- ’ast inn og keyptu þrjá pakka af amerískum vindlingum hvor. í Þýzkalandi hefðu þeir ekki fengið að kaupa meira en tíu lélega þýzka vindlinga hvor. Þegar þeir voru famir, sagði hún: „Eg hef búðina opna. En hve lengi tekst það? Eg hef fengið vörumar frá Englandi og Amer- íku. Og bamið mitt. Hvar á að fá mjólk? Eg er búin að ná í niðursoðna mjólk til tveggja mánaða. Hvað svo —?“ Hún þagnaði. Loks stundi hún upp: „Hvemig fer þetta að lokum? Haldið þér að Belgía verði nokkm sinni söm og áður, sjálf- stæð, og við höfum kónginn okkar?“ „Já, auðvitað verður hún eins og áður ef Bandamenn vinna*', svöruðum við að sjálfsögðu. „Ef, já----? En hvers vegna hörfa þeir svona hratt? Við höfðum meira en milljón manna her í Belgíu með Bret- um og Frökkum. Og hann stóðst ekki eins lengi og litli, belgiski herinn 1914. Eg skil þetta ekki“. Við skildum það ekki held- ur og fórum. Þegar við komum aftur til matsöluhússins, biðu bilamir þar og sumir ferðafé- HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.