Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 49
virkin, einkum í kringum
Gembleoux, norðvestur af
Namur“.
Við spurðum um ýmislegt
fleira og fengum greið svör.
Hershöfðinginn er í léttu skapi.
Ekkert órótt. Ekkert áhyggju-
fullur. Enginn asi á honum.
Hafa þessir þýzku hershöfðingj-
ar taugar úr stáli? verður
manni ,að hugsa. Þessi maður
stjórnar þó voldugum her í
mikilvægri orustu. í nokkurra
mílna fjarlægð eigast við tvær
milljónir manna og berast á
banaspjót. Hann stjórnar ann-
arri þessarri milljón. Og hers-
höfðinginn brosir og kveður
okkur fjörlega.
„Eg er nýbúinn að senda til-
kynningu um, að þið hafið
fararleyfi til vígstöðvanna“,
segir hann. Glampa bregður fyr-
ir í augunum. „Þið getið lent í
skothríð. En þið verðið að
freista hamingjunnar. Við ger-
um það allir“.
Hann víkur sér að aðstoðar-
manni sínum, sem ber okkur
bikar með ágætu frönsku víni,
eflaust úr hallarkjallaranum.
Síðan héldum við til vígstöðv-
anna.
Innan skamms heyrðum við
fjarlægar fallbyssuþrumur. Við
erum á veginum til Ath, sem ég
sé á korti mínu að er miðja
vegu milli Lille, sem enn er i
höndum Frakka, og Brússel. Við
sjáum æ fleiri merki þess, að
orusta geysi framundan. Fleiri
og fleiri sjúkravagnar Rauða
krossins fara hjá. Hræþefur af
dauðum hestum á götum þorp-
anna. Búfénaður liggur dauður
í haganum, hefur orðið fyrir
sprengjum eða kúlum.
Nálægt Ath leggjum við
lykkju á leiðina og höldum eftir
fallegri hliðargötu með limgirð-
ingu á báðar hendur. Foringi
einn, sem var nýlega starfs-
maður í Wil'helmstrasse og er
einn af leiðsögumönnum okkar,
stendur eins og Napóleon uppi í
framsætinu í bílnum sínum og
bendir með stórfengilegu handa-
pati, ýmist að víkja eða nema
staðar. Ökumenn okkar, sem
allir eru hermenn, segja að
þetta pat sé allt út í^bláinn, og
þeir skellihlæjia. En foringinn
finnur auðsjáanlega blóðþefinn
frá orustunni, þó a'ð hún sé enn
alllangt undan.
Fylgist með blaða-
mönnunum, þegar þeir
koma á vígstöðvamar.
í næsta hefti er lýsing
af því.
HEIMILISRITIÐ
47