Heimilisritið - 01.09.1945, Page 56

Heimilisritið - 01.09.1945, Page 56
Það var hægðarleikur að leyn- as.t í skóginum. Sólin gægðist upp fyrir sjón- •deildarhringinn, það sást örmjó, glóandi rönd af henni yfir myrkvuðum skóginum. Geislar hennar flæddu beint á móti X)ick og blinduðu hann. Hann grillti þó í einhverja mann- veru, sem kom á móti honum •eftir veginum og hlaut að hafa heyrt skotið. „Hver er þar? Hver er þar?“ heyrði hann kallað. Hann þekkti að það var rödd Cynthia Drew og hann tók á rás, þótt hún hlypi einnig á móti honum. Þau hittust ein- mitt beint á móts við hús Sir Harveys. Cynthia var þrótt- mikil stúlka, ófeimin og hlátur- mild, en ekki alltaf gott að átta sig á því hvað henni bjó í skapi. Um útlit hennar voru allir sammála; ljóshærð, blá- •eygð, fögur litbrigði í andliti, fallegar tennur — hún var fríð stúlka. „Dick! Hvað er þetta?“ „Eg er hræddur um að það sé alvara á ferðum“. „En hvað í veröldinni ert þú að gera hér?“ ,;Ef .við snúum okkur að því, þá mætti eins spyrja, hvað þú sért að gera hér“. Hún sló út annarri hend- inni. „Eg gat ekki sofið, eg tók mér morgungöngu. Dick! Var það sem við heyrðum —“ „Skothljóð, já“. Dick hljóp út að steingarð- inum og einblíndi inn á milli trjánna. Skammt frá þeim stað, sem 'hann hafði séð rifflinum miðað milli garðsteinanna, greindi hann einhvem aflangan hlut, sem skotmaðurinn hafði kastað undir tré, þegar hann hljóp inn í skóginn. Dick klifraði yfir garðinn og tók hlutinn upp, án þess að muna nokkuð eftir þeirri þýð- ingu, sem fingraför gátu haft. Þetta var „magazín“-riffill með hlaupvídd 22 — Winchester 61. Hann var ekki í vafa um að það var sami rí’ffillinn, sem h'ann hafði búizt við að finna. Eftir að Lesley Grant hafði afhent Price riffilinn, daginn áður, hafði honum yerið stolið úr skotæfingatjaldinu. Það ■hafði Lord Ashe sagt. 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.