Heimilisritið - 01.09.1945, Side 57
Dick lagði riffilinn aftur á
sama stað og fór yfir garðinn.
Svo mikið var víst að Lesley gat
ekki hafa gert þetta. Hann
veitti naumast nokkra athygli
orðum Cynthiu, sem var að
segja honum frá einhverju, er
hann festi sér ekki í minni. En
hann tók á sprett að húsi Sir
Harveys.
Smávaxni sakamálasérfræð-
ingurinn sat hreyfingarlaus ná-
lægt stóru borði. Það týrði
á olíulampa, þótt úti væri næst-
um orðið albjart. Andlit hans
sást á hlið, holdgrannar kinn-
arnar sigu máttleysislega
niður og augun voru hálfopin.
Dick Markham var ekki í vafa
um að þetta var andlit dauðs
manns. En eitthvað var fleira
dularfullt....
„Dick“, stundi Cynthia við
hlið hans, „þetta skot hitti hann
ekki!“
Það var sannleikur.
Á bakvegg herbergisins hékk
stór innrömmuð litmynd af or-
ustunni við Waterloo. Riffil-
kúlan hafði farið í gegnum
gluggarúðuna, farið rétt fyrir
ofan höfuð Sir Harveys og lení
neðst í myndarammanum. En
hún hafði ekki komið við mann-
inn.
„Bíddu héma í eina mínútu“,
sagði Dick .við Cynthiu.
Hann flýtti sér að útidyra-
hurðinni. Hún var ólæst og
hann ‘hrinti henni upp. Til
vinstri í forstofunni voru dyrn-
ar inn í dagstofuna. En hann
gat ekki opnað þær dyr, hvemig
sem hann reyndi. Þær voru
rammlega jæstar.
Hann hljóp aftur út í garð-
inn, þar sem Cynthia beið hans
og einblíndi með starandi
augnaráði inn um gluggann.
Dick kom skyndilega til hug-
ar, að rúðan, sem kúlan hafði
brotið, gæti haft þýðingu við
rannsókn málsins, svo að hann
sótti stein og braut hina hlið-
arrúðu gluggans.
Út um gluggann lagði á móti
þeim mjög sterka lykt.
„Þetta líkist lykt af naglaá-
burði“, sagði hún. „Hvaða lykt
heldurðu að þetta sé?“
„Hún er af prússneskri eitur-
sýru“.
Dick teygði sig inn um rúðu-
gatið, krækti glugganum upp
HEIMILISRITIÐ
55