Heimilisritið - 01.05.1947, Page 20

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 20
snillingar, liafa verið* þannig á unga aldri; en þeir unnu bug á þessum hindrunum. Það getur þú líka, ef þú vilt gera alvarlega til- raun. Með því að þroska sjálfan þig, verðurðu fær um að njóta til fulls hinnar mest töfrandi listar — samræðulistarinnar. í samtölum er strax tekið eftir kurteisi og samúð með öðrurn. Ef þú ert of hlédrægur og feiminn, fer aðra að gruna, að eitthvað sé , að, annað hvort þér sjálfum eða félagsskapnum. Til þess að yfir- vinna hlédrægnina er um að gera að glevma sjálfum sér og fá áhuga á því, sem aðrir segja. Með því að skiptast á hugmynd- um við skynsamt, vel menntað fólk (sama hvert efnið er) öðlastu umhugsunarefni, sem þú getur far- ið að vinna úr. Þessar liugmyndir munu auka þekkingarforða þinn, og hver getur neitað því, að þekk- ing sé máttur? Við getum ekki öll verið heima í öllum efnum. Þegar þú hlustar á ágætan samræðusnilling, ein- hvern, sem víða hefur ferðast, ,eða hefur vakið eftirtekt fyrir sköru- lega framsetningu í mæltu máli, þá skaltu taka vel eftir. Þú leggur hornsteininn að framtíðarvelgengnl þinni með því að hlusta vel. Sú list, að kunna að hlusta vel, er afár mikilvæg. Það er ágætur vottur um kurteisi- að sýna með lifandi eftirtekt, að þú hafir hina mestu ánægju af ræðumanni og orðum hans. Enginn nema gjörsamlega hugsunarlaus og taktlaus maður ætti að láta sér detta í hug að trufla hugsanagang þess, sem tal- ar. Hafir þú eitthvað að segja, þá láttu hinn fá ráðrúm til að láta til sín heyra; þá, og þá aðeins, get- urðu tekið til máls. Þetta merkir ekki, að þú eigir að sitja eins og tréhestur. Vertu fyrir a'lla muni lifandi í viðmóti. Láttu svip þinn bera þess vott, að þú fylgist af skynsemi með ræðu- manninum. Flestir hafa einhverntíma orðið fyrir því að hitta yndislega stúlku, eða álíka fríðan mann, sem ekkert virtist vanta þeirra hluta, sem skapað geta fullkominn yndis- þokka — þangað til talað orð eyði- lagði allt saman! Ekkert er jafn heillandi og hljómfögur rödd; og á hinn bóginn læ'tur ekkert jafn óþægi'lega í eyr- um og hás, ruddaleg og rám rödd. Sem útvarpsræðumenn lærðu mælskumenn það, að rétta aðferð- in er hvorki sú að hvísla né hrópa; heldur tala blátt áfram, hafa jafnt bil milli orðanna og bera sérhvert orð fram með réttum hljómblæ. Vel þjálfuð útvarpsrödd er vel þess verð, að hún sé sett sér sem mark- mið. Veiztu hvernig útvarpsþulir öðlast „góða rödd“? Algengasta aðferðin er að fá söngkennslu. Ef það er útilokað, þá hlustið vand- 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.