Heimilisritið - 01.05.1947, Side 22
Allt eða ekkert
Saga, eftir NANCY TITUS, um
karlmann og stúlku, sem kom-
ust að þeirri niðurstöðu, að um
ást gilda engin sérréttindi.
★
STÓRI, nýtízku blæjubíllinn
nam staðar. Blæjan var dregin nið-
ur og sólin, sem skein á dimm-
bláum septemberhimninum, varp-
aði brennheitum geislum sínum á
karlmann og stúlku í framsætinu.
Fólk, sem var að bíða eftir stræt-
isvagni, horfði á eftir þeim.
Hvert sem Rory Carr fór með
dóttur sinni, var horft á þau. Þau
feðginin voru svo óaðfinnanleg í
allri franrkomu, lagleg og örugg.
Þau voru hlæjandi núna, áhyggju-
laus og innileg, og tóku ekki eftir
því, að á þau væri horft. Þau voru
orðin svo vön slíku.
Umferðarljósið breyttist og bíll-
inn seig af stað, hægt og mjúk-
lega.
Brigid sagði: — Hvað, sem raul-
af og tautar, þá ætla ég aldrei að
giftast.
— Ekki það? svaraði Rory
brosandi. Þú ætlar kannski að
16
verða piparjómfrú, ganga í baðm-
ullarsokkum og eiga kött?
— Nei, ég ætla mér ekki að eiga
kött. Ilún leit upp. — Ég ætla að
verða heimskona. Veiða karlmenn
í vefinn minn — og hlæja svo að
þeim.
— Einmitt það, svaraði Rory.
Svo það er þá þetta, sem þú ætlar
þér með Phil Baldwin, blessaðan
unglinginn? Hann hefur gengið á
eftir þér með grasið í skónum frá
því í vor. Mér finnst ég ekkert eiga
í þér lengur.
Hann sagði þetta í stríðnisrómi,
en gat ekki dulið, að undir niðri
var hann særður.
— Það á mig enginn annar en
þú, sagði Brigid.
Iíann reif í hárið á henni. — Þú
ert nú meiri kerlingin, Brigid Carr,
sagði hann, en hún vissi, að honum
þótti vænt um að heyra þetta.
Þau óku að hesthúsunum. Þar
kom Morse gamli liestahirðir, kol-
svartur negri, til þeirra.
— Við bregðum okkur á hest-
bak, þegar svolítið fer að kólna
í veðri, sagði Rory. — Langar þig
HEIMILISRITIÐ
i