Heimilisritið - 01.05.1947, Qupperneq 24
henni. — Ég hata hana. Ég get
ekki að því gert. Ég liata hana.
Svo heyrði hún hvellt blístur
og sneri sér við. Phil var að koma.
Hún gleymdi öllu — Rory —_móð-
ur sinni — öllu öðru en ijósa hár-
inu á Phil, sem glitraði í sólskin-
inu, og sterklegu herðunum hans.
— Ég kem bráðum inn, Rory,
sagði hún eins og ekkert væri. Hún
lét hann ekki sjá framan í sig.
— Sæl, gamla mín. Phil hallaði
sér upp að álmviðartré.
— Sæll sjálfur.
— Hvar hefurðu haldið þig?
Hún strauk fætinum mjúklega
eftir grasinu. — Þætti þér gaman
áð vita það? Hún brosti dauflega
og leyndardórnsfullt. í raun og
veru titraði hún svolítið.
Hún gat ekki gert sér grein fyr-
ir því, hvað væri svona óvanalegt
við Phil. Hann var nitján ára. Hún
þékkti fjölda af strákum, sem voru
svipaðir honum. En samt var eitt-
hvað sérstakt við hann. Hún hafði
fyrst tekið eftir því kvöldið góða
í apríl, þegar hann bauð henni að
borða á veitingahúsi í borginni. Þá
hafði hún orðið ástfangin af hon-
um.
Þau höfðu verið saman allt sum-
arið, og alltaf var hún jafn hrifin.
En þó var það svo, að núna, þeg-
ar hann horfði á hana opinskáum
aðdáunaraugum, þá langaði hana
einhvern veginn til þess að stríða
honum.
18
— Ég hef verið svona hér og
þar, sagði hún. — Vildurðu mér
nokkuð sérstakt?
— Mig langaði bara til þess að
hitta þig, svaraði hann.
— Vildurðu mér ekki eitthvað?
spurði 'hún með undrunarsvip.
— Þú veizt, af hverju ég kom.
Langar þig aldrei til þess að hitta
neinn, þótt þú viljir honum ekki
eitthvað sérstakt?
Hún lagðist niður á grasflötina,
spennti greipar undir hnakka sér
og horfði á bláma himins í gegn-
um laufhvelfingu álmtrésins. — O,
ég veit svo sem ekki.
Hann settist lijá henni með
krosslagðar hendur og hleypti
brúnum. — í gærkvöldi sagðistu
þrá mest að vera ein með mér.
Brigid leit á hann ögrandi aug-
um. — Það var í gærkvöldi.
— Ó, Brigid. Hann hallaði sér
fram á olnbogana. — Stundum
er ég ekki viss um — að þú elskir
mig. Honum veittist erfitt að
segja þetta núna um hábjartan
daginn. — Elskarðu mig? Hann
færði sig nær, og hún horfði í aug-
un á honum.
— Það skal ég segja þér í kvöld,
á dansleiknum.
—- Ilversvegna geturðu ekki
sagt mér það, þegar mig langar til
að vita það? sagði hann þrákelknis-
lega. ,
— Vegna þess að þú spyrð mig
ekki á réttum tíma.
HEIMILISRITIÐ