Heimilisritið - 01.05.1947, Page 29

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 29
getur maður ekki látið freistast. Mann gæti ekki einu sinni langað til að láta freistast. — Guð hjálpi þeim manni, sem giftist þér. Hún hlustaði ekki á hann. Hún var að hugleiða, hvernig Phil hafði komið fram gagnvart henni í kvö'ld. Ilvernig gat hann gert því- líkt og annað eins? Þau sneru til baka, en ekki höfðu þau farið langt, er Brigid kom auga á Phil t>g Leilu. Þau höfðu farið úr skóm og sokkum. Þau höfðu verið að vaða í fjörunni, en þau voru hætt að vaða. Phil var að kyssa hana. Gordon greip í höndina á henni. —Þetta er ekki svo slæmt, sagði hann. Hún kippti að sér hendinni. — Þetta skal ég aldrei fyrirgefa hon- um, hreytti hún út úr sér milli samanbitinna |tanna. Hún þaut svo burt. — ÉG VEIT ekki, hversvegna ég gerði það. Ég gat víst bara ekki að því gert, sagði Phil aumur. Þau stóðu á gangstígnum, sem lá upp að húsinu hennar. — Talaðu ekki við mig. Vertu ekki að segja mér neitt, sagði Brigid grimm. — Mig langar ekk- ert til þess að hlusta á það. Komdu aldrei aftur fyrir mín augu. — Ó, Brigid, láttu nú ekki svona. Það ert þú ein, sem ég kæri HEIMILISRITIÐ mig um. Hún — hún er bara svo- leiðis stelpa. Og hún er ekkert lík þér. Hún lætur eins og henni þyki eitthvað varið í mann. Hún vildi, að við færum að vaða þarna í fjör- unni — ég vissi, að þú myndir verða yond — en ég segi þér alveg satt, Leila er svoleiðis stelpa, að maður-------. — Ég trúi þér ekki! hrópaði hún. Ef þú hefðir elskað mig, þá myndirðu aldrei hafa gert þetta. — Brigid, ef þú vildir bara —. — Farðu burt! hrópaði hún. Burt! Kjökrandi gekk hún heim gang- stíginn, og þótt hann kallaði á eft- ir henni, þá vildi hún ekki snúa við. Ilann var eini strákurinn, sem hún myndi nokkurn tíma elska, og hann hafði brugðizt henni. Þegar hún kom inn í forstof- una, heyrði hún, að foreldrar henn- ar voru að rífast enn einu sinni. í þetta sinn í bókaherberginu. En þau hættu, þegar þau heyrðu, að útidyrnar voru opnaðar. Rorv kom fram í forstofuna. — Sæl Brigid mín. Þú kemur snemma heim. Skemmtirðu----------- Ilann sá, hvernig hún var á svip- inn. — Brigid, hvað er að? Ilvað hefur komið fyrir? Hún hljóp í fang hans og grúfði andlitið á öxl hans. — Hvað er að, Brigid? Hún sagði honum nú upp alla söguna, Hún hafði ekki ætlað sér 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.