Heimilisritið - 01.05.1947, Side 33
Rory klappaði á öxlina á honum.
Gordon gaf afgreiðslumanninum
merki um að koina með glas. Brigid
varð áhyggjufull. Henni sýndist
Gordon ætla að setjast þarna að.
Hún fór til baka fram í forsalinn.
Skömmu síðar komu þeir báð-
ir. Rory slagaði dálítið og þegar
hann leit á hana, fannst henni
hann vera skrítinn í augunum. —
Fju-irgefðu, elskan — ég gleymdi,
að þú beiðst eftir mér — við för-
um heim strax. 45aird? Það er
bezti strákur. — Við fáum okkur
snaps saman, Baird — konan mín
er ekki heima — og við getum
gert hvern fjandann, sem okkur
sýnist. Hann hló og ósjálfrátt dró
Brigid sig í hlé.
Þau fóru út í gegnum forsalinn,
niður tröppurnar og út að bíla-
stæðinu. Gordon sagði ldíðlega: —
Mig langar til að taka í bílinn
yðar. Dekkin eru orðin ónýt á
mínum, svo að hann er víst úr
sögunni um tíma. Rory rétti hon-.
um orðalaust lyklana að bílnum.
Þegar Gordon var að opna bil-
inn, kom Phil hlaupandi í áttina
frá tennisvellinum.
— Hæ, Brigid!
Svo sá hann, að Rory varð
fótaskortur, þegar hann var að
stíga upp í bílinn. — Hvað er að?
Er hann á því?
Gordon sagði. — Þegiðu, Phil.
Phil sá skelfingarsvipinn á Brig-
id. — Það er nú svo sem óþarfi
að setja upp svona svip, Brigid.
Pabbi gamli drekkur sig góðglað-
an á hverjum laugardegi.
Brigid settist hjá Gordon án
þess að segja orð.
Þegar þau komu heim, fór Rory
fyrstur út. — A ég að segja þér,
hvað ég ætla að gera, Gordon? Eg
ætla að skreppa á hestbak. Þú bíð-
ur eftir okkur. — Komdu, Brigid.
Segðu Morse að leggja á hana
Monu.
— Það er orðið of framorðið,
sagði Gordon. — Ilvað verður svo
um snapsinn, scm þú varst búinn
að lofa mér?
— Það er nóg til inni — og þú
getur líka beðið þjónustustúlkuna
um aðstoð. Við skulum skreppa á
bak, Brigid. Við skulum hleypa af
okkur alla púkana. Hann hló þess-
um hörkulega hlátri. Það var far-
ið að renna svolítið af honum, en
það var einhver glampi í augun-
um, sem gerði hana hrædda.
— Nei, Rory við skulum ekki
gera það.
— Þú getur gert, hvað sem þér
sýnist, en ég ætla að skreppa á
bak. Morse kom út í hesthússdyrn-
ar. Rory lagði handlegginn á öxl
honum.
— Legðu á hana Monu fyrir mig
Morse.
— Herra Carr, þér getið ekki
farið á bak Monu í dag. Þér fóruð
of hart í gær. Hún hefur verið
hölt á hægri framfæti í allan dag.
HEIMILISRITIÐ
27