Heimilisritið - 01.05.1947, Page 34

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 34
— Fjandinn hirði löppina á henni! Þetta er bara uppgerð í merarskrattanum. Þú veizt, hvern- ig hún lætur stundum. Rory ýtti við Morse og ruddist inn í hesthúsið. — Bíddu, Rory, bíddu! hróp- aði Brigid. Hún hljóp á eftir hon- um, og þeir Gordon og Morse komu á hælum henni. En þau voru of sein. Það heyrð- ist hátt hnegg inni í hesthúsinu, og Mona kom stökkvandi út. Hún var með bandbeizli og hnakklaus, en Rory lét sig það engu varða og hljóp á bak. Karlmennirnir reyndu að grípa í tauminn en Rory barði á handleggi þeirra með svipu, sem hann hafði gripið ofan af vegg. Svo þeysti hann gegnum hesthúsgarð- inn og út á engið. A augabragði var. Morse búinn að ná sér i hest, — Verið þér ekki hræddar, ung- frú Brigid, sagði hann. — Mona getur ekki borið hann langt, svona slæm í löppinni. TÁRIN streymdu niður kinn- arnar á Brigid án þess að hún vissi af því. Iíún hallaði sér upp að grindverkinu. Það var ekkert annað, sem hún gat gert. Hún horfði á Rory þeysa út grundirn- ar og líta glottandi aftur til Morse. Hún varð þess vör, að Gordon hafði lagt handlegginn yfrum hana, og hlýjan frá hendi hans styrkti hana dálítið. — Rory er ekki svona — hann er alls ekki svona — hann er alltaf svo indæll. Henni fannst hún verða að segja honum þetta. — Eg veit það, Brigid. Henni til mikillar undrunar sá hún, að Rory sncri við þegar liann var kominn út á reiðveginn. En svo varð henni ljóst, hvað hann ætlaði sér. Hann ætlaði að hleypa Monu yfir grindurnar, þar sem Morse hafði verið að æfa einn gæðinginn daginn áður. En grind- urnar voru of háar fyrir hlonu. Ilún myndi aldrei geta komizt yf- ir. Aftur hrópaði Brigid! — Rory! Gerðu þetta.ekki! Og Morse hróp- aði líka til hans. Roi-y hlevpti beint að grindun- um. Hann hvatti hryssuna. Brigid sá, að hann var að tala við hana. Hryssan var óhölt núna. Rory var ennþá hálfhlæjandi. Þau voru alveg kominn að grindunum. Brigid hélt niðri í sér 'andanum. Stórir vöðvar hryssunn- ar hnykkluðust undir gljáandi húðinni. Rory sló laust í hana, og hún lyfti sér til stökksins. Eitt augnablik bar þau við rökkvaðan himininn. Hryssan sveif fagurlega yfir grindurnar. — Flott, sagði Gordon. og Brigid heyrði, að Rory hrópaði upp yfir sig af fögnuði. Henni létti, en brá svo heldur en ekki í brún. Hryssan hnaut — annar framfótur- 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.