Heimilisritið - 01.05.1947, Side 36
ég er enginn strákur, Helen — það
vona ég, að ég sé ekki lengur. Get-
urðu fyrigefið mér? Það var eins
og gráthljómur í röddinni.
— Það er bezt, að við séum
hvorugt að fyrirgefa neitt.
Skrítið, en það var eins og hún
væri að hlæja, — og Rory líka.
Brigid varð alveg rugluð.
— Geturðu fyrirgefið mér? hafði
hann sagt, en samt var það Helen,
sem hafði sært hann. Og hann hafði
látið sækja hana, en ekkert kært
sig um Brigid.
Hún nam staðar í stiganum. Hún
sá, að Gordon var reykjandi inni
í bókaherberginu. Hann sá hana,
drap þegar í sígarettunni og kom
fram í forstofuna.
— Ég hélt þú værir farinn. Hún
gekk til hans — Þú hefðir ekki
þurft að’ bíða allan þennan tíma.
Hann brosti til hennar: — Mig
langaði til þess. Ég vildi sjá þig
aftur, áður en ég færi.
Hún sagði: — Ég er fegin því.
Ég þakkaði þér aldrei fyrir hjálp-
ina.
— Mig langaði ekki til að láta
þakka mér. Mig langaði til þess
að ganga úr skugga um, Brigid,
að alit væri í Iagi með þig, sagði
hann.
— Með mig?
Hann lagði handlegginn á öxl
henni. — Þú ert skrítin stelpa. Þú
ert svo óbilgjörn.
Hann brosti ennþá til hennar.
— Veiztu það, að þú ert mjög lík
honum pabba þínum? ?
— En í kvöld, þá lét pa’bbi —.
— Ég veit, hvernig hann er. Ég
held, að hann sé fínasti karl.
Hún var honum þakklát fyrir
að segja þetta.
— Og ég held, að þú getur orð-
ið ágæt, þegar þú ert orðin stór.
Hann horfði á hana. Hún hafði
séð slíkt augnaráð áður. Hún vissi,
hvað það þýddi, og hún vissi líka
einhvern veginn, að hann ætlað-
ist ekki til þess, að hún vissi það.
Hún rétti hæglátlega út höndina
og leit upp, og hann beygði höfuð
sitt að vörum hennar og kyssti
hana. Hún hafði ekki búist við
slíkum kossi. Hún þrýsti sér fastar
að honum.
En hann vék sér hægt undan og
sagði aðeins: — Góða mótt, Brigid.
Svo var hann farinn.
— Brigid. Móðir hennar stóð
uppi í stigapallinum. — Rory vill
finna þig.
Brigid var alveg steinhissa á
því, hvernig Gordon hafði sleppt
tækifærinu, sem hún hafði gefið
honum til að kyssa hana meira.
Þegar Brigid kom inn til Rorv,
var liann náfölur og tekinn. En
hann brosti til hennar þessu gamla,
góða brosi.
— Jæja, Brigid, ég hef víst vald-
ið þér margskonar hugarangri í
kvöld. Þér og þessum unga manni.
— Líklegast, svaraði hún og
30
HEIMILISRITIÐ