Heimilisritið - 01.05.1947, Page 38

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 38
Viökvœmar skilnaÖarkveÖjur SMÁSAGA EFTIR GRIZEL GRAHAM ÉG BÝST við að ég haíi gert mér ljóst, að við værum skilin að skiptum, jafnskjótt og ég sá Wendy í örmum Páls. Það var dásamlegan sumarmorg- un — einsog oft á undan heitum degi. Ég kom inn úr garðinum til þess að vita, hvort nokkur leið væri að fá Pál í gönguferð um skóg- inn. Iíann vaf ekki í vinnustof- unni svo að ég hélt áfram inn í borðstofuna; og þar voru þau, Páll og Wendy, höfðu auðsjáanlega gleymt stað og stund í hvors ann- ars örmum. Ég stóð i dyrunum eitt hræðilegt andartak, snéri mér síðan undan og flýði, áður en þau urðu mín vör. Þetta var fyrir mánuði síðan. Allan mánuðinn hef ég reynt að sannfæra sjálfa mig um að þetta hafi einungis verið hræðilegur draumur, að við myndum halda áfram að lifa saman eins og áður. En það hefur verið árangurslaust. Innan lítillar stundar kemur vagn- inn, og ég fer burt nreð honum — fyrir fullt og allt. Ég hef aðeins tíma til að ganga um húsið, líta inn í allar stofurn- ar, þar sem ég hef verið svo ham- ingjusöm, og kveðja. Fyrst er anddyrið það er ekki stórt — sumir myndu ekki nefna það slíku nafni, en það hefur ver- ið mér kært síðan fyrsta daginn, sem ég kom hingað. Það var vet- ur og við Páll höfðum ekið frá Lancashire í blindhríð. Það var orðið áliðið þegar við komum. Páll renndi sér niður úr ökusætinu og kom og opnaði vagnhurðina fyrir mig. Ilann tók mig í fangið, man ég, og hvíslaði í eyra mér: „Það má ekki láta litla stúlku, eins og þig, vaða snjóinn upp í mitti“, og hann bar mig upp stíg- inn inn í húsið, kyssti mig á ennið og setti mig niður. 32 HEIMILISBITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.