Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 47
sem sótti nú gegn okkur norðan
úr Belgíu. Sjóliði, sem var á sigl-
ingu með fram ströndinni um
kvöldið, bjargaði þerm liermönn-
um af fleka. Hann sá elda brenna
eins langt og augað eygði með
fram Belgíuströnd, fjóra stórelda
logandi í Dunkirk, og tuttugu til
þrjátiu mílna langa röð af skipum
meðfram ströndinni, við herflutn-
inga. Víða voru stórar svartar olíu-
rákir á sjónum, þar sem skip og
flugvélar höfðu sokkið. Það er tal-
ið að um 38.000 hermenn hafi ver-
ið fluttir þennan dag. Þegar tillit
er tékið til brimsins og hinna miklu
loftárása, er þetta fremur góð út-
koma. Tjónið hafði verið gífurlegt.
Þrem tundurspillum og fjórum her-
flutningaskipum var sökkt, átta
skip önnur ýmist sukku eða
skemmdust stórkostlega, og ellefu
löskuðust af flugvélasprengjum, og
þurftu tafarlausa viðgerð. Loft-
vogin var stígandi. Veðurfregnir
utan af hafi sýndu, að von gat
verið um lygnari sjó með morgn-
inum.
Fimmtudagur, 30. maí.
Veður var batnandi. Golan var
orðin austlæg og brimið var hætt.
Verkfræðingarnir gátu nú farið að
smíða bryggjur úr fjörunni út í
sjó. Þeir byggðu þær úr hermanna-
vörubílum, og öllu því árefti, bút-
um og braki, sem hendi var næst.
Þessar bryggjur gerðu mikið gagn
fyrir þá hermenn, sem voru að fara
um borð í smábátum. Þessir smá-
bátar gátu lagst að hliðinni á þeim,
svo að hermennirnir þurftu ekki
lengur að vaða upp undir hendur
við að kornast upp í bátana. Sjó-
liðsmennirnir, sem störfuðu í fjör-
unni,og höfðu staðið í sjó í þrjá
daga, fengu nú aðstöðu sína lítið
eitt bætta. Nokkur af smærri flutn-
ingaskipunum reyndu að leggjast
að þessum bryggjum. En það gafst
ekki vel. Bryggjuhausarnir voru
ekki nógu stöðugir til að þola
þungann. Uppfinningar voru
reyndar þarna við ströndina. Kaðl-
ar voru sóttir. Ýmsar aðferðir voru
reyndar til þess að draga frá landi
i einu stórar lestir af bátum, sem
voru bundnir saman með dráttar-
taugum. Nokkrir formenn reyndu
þá aðferð að sigla smærri skipum
beint upp í fjöruna. Síðan var
stærri skipum siglt upp að skutn-
um, og hermenn notuðu smærri
skipin eins og landgöngubrú út í
hin stærri. Þetta heppnaðist stund-
um, en mistókst líka stundum, eft-
ir aðstöðu og úrræðum þeirra, sem
við það unnu. Sjómenn okkar, eins
og raunar sjómenn allra þjóða, eru
snarráðir og úrræðagóðir menn.
Aðstaða Brezka meginlandshersins
með vinstri arm sinn varnarlaus-
an og opinn eftir uppgjöf Belga,
krafðist allrar þeirrar hugkvæmni
og snilli, sem með þjóðinni bjó.
Skipsskrokkarnir, sem sukku
HEIMILISRITIÐ
41