Heimilisritið - 01.05.1947, Page 51

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 51
Leyndarmálið Stutt smásaga eftir Cyril Plunkeit ÞAÐ VAR skemmtilegt í hring- leikhúsinu. Einkum þótti henni gaman að fíflunum. En meðan hún var að hlægja að þeim hvarflaði hugurinn skyndilega annað: Mund- irðu ejtir því að segja, hvenœr bamið œtti að já að borða? Tólcstu það nógu greinilega jram? Henni varð órótt, en reyndi þó að rifja þetta upp fyrir sér, jafnframt því sem hún reyndi að láta Jim ekki verða þess varan, svo að allt færi ekki út um þúfur. „Þet'ta er dásamlegt, alveg óvið- jafnanlegt, Jim“, sagði hún. Hún þurfti ekki að bæta við: að vera hérna hjá þér — sjá fílana, hest- ana, línudansarana og það allt; hann myndi skilja við hvað hún átti. „Ég myndi ekki áræða að vera þarna uppi, nema net væri strengt undir“, sagði Jim. Henni fannst hún vera lítil og smávægileg. Þetta var annað fyrir hann, en að vera á vígstöðvunum — hann, sem hafði verið í flughern- um í Singapore, þegar sú borg féll, og var nýkominn heim. Nú voru þau á leiðinni út með fólkstraumn- um. Hann var mjög hávaxinn og grannur í einkennisbúningnum, sólbrúnn og alvarlegur á svip. Hjarta hennar sló óreglulega, þeg- ar hún leit á hann. „Eigum við að líta inn í veit- ingasalinn, vina mín?“ sagði hann. „Eða ertu þreytt?“ „Er ekki orðið heldur áliðið?“ Hann leit á úrið. „Tíu mínútur gengin í ellefu. Svöng? Eigum við að fá okkur eitthvað að borða?“ „Nei, þakka þér fyrir, Jim“. Svo fengu þau sér bíl, og hún Hann ýtti henni gætilega niður í stól og tók utan um hana. v__________________________j HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.