Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 52

Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 52
titraði ofurlítið þegar hún settist við hlið hans. Hún hugsaði um mánuðina, sem voru liðnir og horfnir. Og breytingarnar. Hafði hann áður brosað svona alvarlega og íbyggið? Svo datt henni í hug, hvort barnið hefði fengið bangs- ann sinn. — „Mikið ertu þögul og stillt“, sagði Jim og kyssti fingur hennar. Billinn ók áleiðis til stöðvar- innar. Þetta var allt svo líkt því í gamla daga — þau tvö ein sam- an ... Skylcli litla barnið hafa fengið bangsann til að leilca sér að? Jim tók um báðar hendur hennar. „Það getur orðið langur tími, Sally — „Ég veit það“; sagði hún. „Stundum lék ég mér, þegar ég var í burtu —“. Hann var eins og ungur drengur, þrátt fyrir heiðurs- merkin og frægðina — ljúfur, nær- gætinn og einlægur. „Ég horfði úr flugmannssætinu niður á rauðleita jörðina og marg- lita rísakrana. Ég sá lítið vatn milli hæðanna og hugsaði mér, að þetta væri ekki Bonna. Skógarnir heima eru rauðir á haustin, og þar eru líka vötn, tær og blá. Svo flaug ég eiun hring og byggði í anda kofa þarna niðri við vatnið — með bláu þaki, bláum gluggatjöldum. Var ekki blátt uppáhalds liturinn þinn, Sally?“ n Hún gat ekki svarað. Hún gat einungis starað, fundið hve hjarta hennar sló ört. Ilún var hrædd um, að hann myndi taka eftir því, hve áhyggjufull hún var út af öðru, allt þetta kvöld, sem þó átti að vera helgað honum, „Það versta var“, sagði hann, „að víglínan breyttist stöðugt. Og ég fann þess vegna vatnið aldrei aftur —“. Hjarta hennar barðist óstjórn- lega. Ilún dró að sér hendurnar og tók um höfuðið, til að stöðva þrýstinginn á gagnaugunum. Hún óskaði sér að geta grátið, með vangann upp við öxl hans. Óskaði að —. „Það er brá.ðum komið mið- nætti, Jim“, sagði hún. Hann var þögull. Svo sagði hann: „Tíminn hefur liðið fljótt? Eig- um við að ganga til stöðvarinnar?“ Lestin var þegar komin. Jim smellti með fingrunum allt í einu. ,,Ég þarf að senda skeyti“. Hún beið meðan hann hljóp út og var búin að hnoða vasaklútn- um sínum í hnút, þegar hann koín aftur. „Jim, það er svo margt, sem við eigum eftir að tala um“, sagði hún harðmælt. „Ég er öðru vísi en þú. Ég er ekki hugrökk —“. Hann kyssti hana. Varir hennar voru samanklemmdar. Hún lok- aði augunum andartak, greip (í hann ,og hugsaði um þær ógnir og hættur, sem hans biðu nú i her- 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.