Heimilisritið - 01.05.1947, Page 53

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 53
þjónustunni. „Vina mín, gæfan fylgi þér“, sagði hann. „Og þér sömuleiðis, Jim“, hvísl- aði hún. Hún veifaði — bara einu sinni. Lestin var farin að hreyfast. Hún sneri sér undan og reikaði í spori, þegar hún fór aftur upp í bílinn ... Freddi opnaði dyrnar geispandi. „Barnið?“ spurði hún fljótt. „Sefur eins og selur“. Hún varð að sjá það sjálf. Pel- anum hafði verið gerð góð skil. Hann var tómur. Og í örmum barnsins lá bangs- inn. Freddi stóð í dyrunum og horfði á hana. Hún læddist á tán- um út úr svefnherberginu og lok- aði á eftir sér. „Jæja?“ sagði hann. „Hann er farinn“. Hendur henn- ar skulfu, og hún spennti greipar. ,,Hann fór með miðnæturlestinni“. „Sagðir þú honum það ekki?“ Rödd Fredda var annarleg, næst- um ásakandi. Hún sagði: „Freddi, ég gat það ekki! Það var einhvern veginn ekki hægt — þetta var allt svo eðlilegt, þegar ég hitti hann í kvöld. Hann ætlaði að hringja til mín — í gamla símanúmerið mitt. Hann hafði útgönguleyfi — að- eins í dag — og Freddi, Jim hefur hugsað um mig allan timann. Ég gat ekki sagt þér frá öllu í sím- anum, en ég — ég hef verið hon- um mikils virði, Freddi“. Hún grét og reyndi ekki að leyna því. „Ég hef verið honum eitthvað heilagt, sem hann hefur geymt í huga sér“. Freddi horfði hálf undrandi á hana. „Skilurðu það ekki?“ sagði hún. „Ég gat ekki svipt hann því öllu í kvöld“. Hann ýtti henni gætilega niður í stól og lagði handlegginn utan um hana. „Það er allt í lagi“, sagði hann — og bætti svo við: „Það kom skeyti til þín, Sally. Ég opnaði það“. Hún tók við blaðinu og las: Ég hej verið kvœntur, Sally, nœstuví í háljt ár. Kom til að scgja þér það — en hajði elcki þrek til þess; þurjti þess ekki, eins og á stóð, sem betur jer. Þakka, hve góð þú varst. Veiztu, að þú varst með gijtingarhringinn þinn? Jim. Illkvittni ^ Hvers vegna situr Stalin alltaf á fremsta bekk, þegar liann fer í leikhús? — Af því að það er eini staðurinn sem hann hefur fólkið á bak við sig. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.