Heimilisritið - 01.05.1947, Qupperneq 54
SINADRÁTTUR OG BLEK
Sp.: 1. Eg þjáist oft af sinadrætti. Get-
urðu gefið mér nokkuð ráð við honum?
2. Er hægt að uá blekbletti úr hvítum
dúk? Gunna.
Sv.: t. Ef þetta er alvarlegt, þá þarftu
að tala við lækni. Annars er til gamalt
húsráð við sinadrætti. Það er svona: Þeg-
ar þú færð sinudrátt vætirðu kliit í köldu
vatni og leggur hann þar á, sem verkurinn
er sárastur. Þá á sinadrátturinn að hverfa.
Mundu líka að lyfta tánum á þeim fæti
sem sinadrátturinn gerir vart við sig, strax
og hann byrjar.
2. Blekblettir nást vehjulega af með
volgu vatni, ef þeir eru nýir. Annars með
heitri upplausn af oxalic aeid, sem skolað
er burt á eftir. Munið að þetta efni er
eitrað. Og ef það er ekki til má reyna eft-
irfarandi:
Nuddaðu rabarbarastilk við blettinn,
þannig að saftin bleyti efnið vel og legðu
það svo út í sólskin. Þegar það er orðið
]>urrt endurtekurðu þetta á sama liátt unz
bletturinn er horfinn.
Þá er einnig hægt að ná blettinum með
mjólk. Ilenni er dreypt á blettinn og hún
svo þerruð af aftur með þerripappír. Þetta
er endurtekið þangað til mjólkin er hvit
eftir sem áður. Loks er bletturinn þveginn
með sápufroðu og þurrkaður með gömlu
handklæði. Ef bletturinn er orðinn gamall
þarf mjólkin að vera lengur á og helst
þurfa að h'ða nokkrir klukkutímar á milli
]>ess sem bletlurinn er vættur með mjólk-
inni.
Ennfremur mun oft vera hægt að ná
blettinum í burt með terpentínu. — Einnig
er soðinn sítrónusafi ágætur. Þá er bletlaða
efninu dyfið ofan í sjóðandi safann og
bletturinn soðinn burt. Á eftir er efnið
skolað upp úr volgu sápuvatni.
RIFINN KJÓLL
Sp.: Iværa Eva. Ef þú getur hjálpað mér
ertu öllum fremri, sem ég hef spurnir af.
Ég á dýran og vandaðan kjól, sem ég hef
aðeins farið í einu sinni. Þá varð ég svo
óheppinn að rífa hann svolítið, en á áber-
andi stað og hef því ekki getað notað
liann síðan. Mér skilst á þeim, sem ég hef
talað við um þetta, að engin leið sé að
gera við þetta öðru vísi en að það verði
mjög áberandi. Nú treysti ég þér til að
koma inér til hjálpar og ráða mér heilt.
Aðdáandi þinn.
Sv.: Ef þú ert handlagin eða þekkir ein-
hverja slíka, er hægt að sauma rifuna sam-
an með kvenmannshári svo vel, að litil
eða engin missmíði sjáist. En ef þú treystir
þér ekki til þess skaltu h'ma hana saman á
röngunni með heftiplástri.
SÚKKULAÐIBLETTUR
Sp.: 1. Ég varð svo óheppinn, að það
helltist súkkulaði í nýjan dúk sem ég á.
Geturðu gert svo vel og sagt mér, hvernig
ég get náð blettinum? S. S.
Sv.: Það er auðvelt að ná súkkulaðiblett-
um úr borðdúk, með því að þvo blettinn
með mjólk og þvo dúkinn svo á venjulegan
liált. Ef dúkurinn er mislitur þarf helst að
ná blettinum burtu með þessu móli, áður en
hann þornar.
Eva Adams.
48
HEIMILISRITIÐ