Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 67
TIL MINNIS
fyrir
•Vertu eins glaðlynd, snyrtileg og alúðleg
við manninn þinn eins og þú varst á brúð-
kaupsdaginn ykkar.
Því fyrr sem þvottur þornar því fallegri
verður hann. Þær flíkur sem þurrkaðar
eru úti undir berum himni verða hvítari
en hinar, sem þurrkaðar eru á þurrklofti.
Það næst fljótt fallegur gljái á skó, ef
þú hellir dropa af steinoiíu í skosvertuna.
áður en þií byrjar að bursta skóna.
I horni milli tveggja dvra, þar sem ekki
er einu sinni rúm fyrir stól, er ágætt að láta
smíða hornskáp sem mætti vera iokaður
neðst en með opnum hillum ,að ^an og
nota undir fagra muni. — Ef skápur yrði
of dýr mætti festa þar smáhillur undir
blóm eða aunað skraut.
Silfurborðbúnað, sem ekki er notaður
nema endrum og eins, má geyma í mjöli,
þannig að ekki komist loft að honum. Þá
fellur ekki á hann og hann er alltaf svo
að segja tilbúinn til notkunar.
Festu spegli innan á klæðaskápshurð-
ina í fofstofunni.
A vegg milli tveggja glugga er tilvalið
að festa hillum undir postuiinsmuni eða
aðra fagi’a hluti úr gler, leir o. fl.
HEIMILISRITIÐ
húsmóðurina
Gætið þess vel að hafa eiturflöskur í
læstum skápum eða þar sem börn ná ekki
til þeirra. Hafið þær greinilegar merktar og
stingið títuprjónum i tappann til frekara
öryggis.
Þegar höggva þarf íshellu í smámola,
til notkunar í heimahúsum, er bezt að
nota til þess stoppunál. Henn er stungið
ofan í stóran ísmola og slegið á hana með
hamri. Því nýrri og harðari sem íshell-
an er því auðveldlegar tekst þetta.
Ef glertappi hefur orðið fastur í flösku-
stút má ná honum með ])ví að bregða
seglgarni um flöskuhálsinn og núa því
svo lengi og rösklega fram og aftur að
stúturinn hitni. Þá losnar tappinn.
Það kemur sér oft vel að láta hólfa
skúffurnar í kommóðunni.
Þurrkið aldrei þvott í upphituðu her-
bergi. Flíkurnar verða óbragglegar, og
sýklar, sem kunna að vera í þeim, marg-
faldast í liitanum. Einnig getur andrúms-
loftið í herberginu eitrast.
Látið búrhnífinn aldrei vera þar sem
sólin skín á hann. 011 bitjárn fá blá-
leitan lit ef þau hitna mikið og það verður
ekki hægt að láta þau bíta almennilega
upp frá því.
61
\