Heimilisritið - 01.01.1951, Side 5

Heimilisritið - 01.01.1951, Side 5
stofunnar, þrátt fyrir hættu- merkið um yfirvofandi loftárás. Það myndi hún aldrei þora aft- ur. í sundurskotnum húsunum, þar sem varðstofunni hafði ver- ið komið fyrir, gekk hún manna á milli og spurði eftir honum. Og að lokum fann hún hann, þar sem hún skreiddist gegnum hálfbrunnar kjallaradyr. Hann var að sinna litlum dreng með slasaðan fót. Svo mikið létti henni við að sjá hann lifandi og ómeiddan, að hún hrópaði upp nafn hans. Hann sneri sér við ... og á þeim örfáu sekúndum, sem hann horfði til hennar, breytt- ist svipur hans úr ótta í ... já, það varð reiðisvipur. Og síðar, er þau gengu saman eftir svotil mannauðum götunum, neyddi hann hana til að heita því að heimsækja hann ekki þangað aftur. Hann varð að vera viss um, að hún væri ekki í beinni hættu, að svo miklu leyti sem hægt var að vera viss um slíkt. Annars gæti hann ekki sinnt störfum. Hún skyggndist um upp eft- ir götunni. Hann átti að vera laus fyrir klukkustund. Það var að skella á myrkur. Hún grillti varla hinn enda götunnar. Hún hrökk við. Þetta sérkennilega hljóð frá fallandi sprengju fékk hjarta hennar til að nema stað- ar. Hún hélt höndunum fyrir eyrun. Ærandi sprenging klauf loftið umhverfis hana. Hún þrýsti sér upp að húsvegg, unz hávaðanum linnti. Þá svipaðist hún um á ný. Hún hafði rétt í þessu verið að óska eftir því, að Eric væri í nánd, en nú hafði þessi sprengja einmitt fallið þar, sem Eric var vanur að ganga heimleiðis. Hún neri hnúunum um gagnaugun. í huga hennar var einlæg bæn til guðs um að vernda hann. Bara, að hann væri ekki kominn þetta langt áleið- is ... En þá sá hún hann skyndilega birtast í rökkrinu við endann á húsaröðinni. Hann kom ... hann kom! Hún fagnaði. Hún veifaði til hans og hrópaði, og hann veifaði til baka. Hann gekk fast uppi við húsveggina; en þegar hún kom til móts við hann, gekk hann út á götuna til þess að vefja hana örmum. Hún grét og hló í senn. Og síðan héldu þau heim á leið. Það heyrðust nokkrar spreng- ingar 1 fjarlægð. Glaðværð þeirra tveggja og sprengjuhljóð- in munu hafa yfirgnæft hávað- ann yfir höfðum þeirra. En skyndilega greip Eric Land til hennar, þrýsti henni inn í vegg- skot og varði hana með öllum líkama sínum og báðum hönd- um útréttum. Sprengja féll. Hann stóð grafkyrr nokkra HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.