Heimilisritið - 01.01.1951, Page 8

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 8
ið sér tíma til að þvo sér eða hafa fataskipti, eins og hann hafði þó gert, því þeir höfðu fallið fyrir víninu og ... já, vit- anlega konunni, sem var aðal- keppikeflið. Konan, sem tekin hafði verið til fanga ... Sá, sem hrópað hafði, hét Chios. í meðallagi hár, þrekvax- inn maður með stórt og slétt andlit; nefið hafði flatzt út. Hinir fjórir, sem heilsað höfðu Sergiusi með villimannlegum, lostafullum hlátri, voru hávaxn- ir, dökkhærðir menn, tilvaldir hermenn. Sergius, sem andar- taksstund stóð kyrr með hönd- ina kreppta um fortjaldið, var, þrátt fyrir æsku sína, þreklega vaxinn með fitumikið svart hár, sem skiptist í þrennt af háum kollvikum upp frá hvelfdu enn- inu. Drættirnir voru fastir, en þó lifandi og hraustlegir, og dökk augu hans ljómuðu af kæti við hróp hinna. „Vertu rólegur, Chios, það er löng stund til morguns! Þú færð áreiðanlega þá ánægju, er þú þráðir. Helltu svo í bikarinn, Markúsþ' hrópaði hann til eins þjónsins, sem stóð með fulla könnu víns við stól Chios. Markús fyllti bikarinn, og Sergius drakk líkast því sem hann ætlaði sér að tæma hann í einum teyg. Síðan setti hann drykkinn til hliðar, djarfur j hreyfingum, og skyggndist um í tjaldinu. Þetta var samkomu- tjald liðsforingjanna. í nærfellt mánuð höfðu menn haft viðlegu hér á þessum stað og farið í smáherferðir innfyrir landa- mærin. Þeir vissu harla lítið um þá þjóð, sem þeir herjuðu á, en herfengur þeirra var góður og léttfengur; og fangarnir, sem þeir höfðu á brott með sér, virt- ust vera af vel menntuðum og þroskuðum kynþætti, dökkir á hörund, en með blá augu og svart hár. Digrar stangirnar, sem báru uppi stóra tjaldið, teygðust upp í loftið. Hluti tjaldþaksins var látinn liggja til hliðar, svo að sá upp í stjörnuprýdda festing- una. Skáhallt út frá tjaldsúlun- um héngu eldkyndlar, sem stungið var í járnhringa. Logi þeirra var ókyrr, og helmingur tjaldsins var í myrkri. Sergius renndi augunum að tjaldveggn- um. Nú, þarna stóðu þeir tveir. Fangarnir! Konan og maðurinn, sem liðsforingjarnir höfðu tekið úr hópi hinna fanganna, því þeir ætluðu sér að kasta teningum um konuna. Hún var mjög fög- ur. Það hafði orðið samkomu- lag þeirra, að teningar skyldu ráða örlögum hennar. Hvort tveggja, leikurinn og konan, var ástríðuefni þeirra. Sergius hafði ekki áhuga' fyrir henni. 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.