Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 9

Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 9
Konan hans, Selena, var hon- um hin eina kona. Hinsvegar myndu þeir gera aðkast að hon- um, ef hann vildi ekki vera með. Örlög eiginmannsins ... því þau voru hjón ... myndu verða á- kveðin af þeim, sem ynni kon- una. Beinvaxin, uppreist og ó- smeyk stóðu þau tvö þama í myrkrinu og biðu þess, er sköp þeirra vildu. Ekki eina andar- taksstund mátti sjá röskun á hinni jafnvægu ró, er einkenndi svip mannsins; hvorki ótta né þreytu. Hinn karlmannlegi og þó blíðlegi andlitssvipur hafði engum breytingum tekið allan þann tíma, sem þau höfðu stað- ið hér yið tjaldsúluna og beðið eftir ákvörðuninni. Hið lífmikla og viðkvæma látbragð konunn- ar bar heldur engan svip ör- væntingar né æðru, heldur beið hún þess sem hinir sex kald- rifjuðu og ölæru rómverjar myndu vilja. Sergius mætti augnaráði kon- unnar. í því var furðulegt þrek, er samstund^ kom honum til að gleyma öllu öðru í kringum hann. Skyndilega, næstum sem fyrir verkan ofureflis, fann hann til sterkrar löngunar eftir Sel- enu ... rétt eins og augnaráð hennar hefði mætt honum í til- liti þessarar konu. En hann náði valdi yfir sér, tæmdi bikarinn og gaf sig á vald umræðuefninu, sem var einvörðungu um ten- ingsspilið, sem fyrir höndum var. Teningarnir voru dregnir fram og lagðir á borðið. Hlæj- andi deildu mennirnir um það, hver skyldi kasta fyrstur. Hver þeirra átti að kasta sex sinnum, og tölurnar skyldu skrifaðar á borðið. Juba, stór og feitur mað- ur, stirður í hreyfingum og með feiknþreklegt niðurandlit, fékk hæsta tölu. Hann barði sigri hrósandi í borðið með stórum, grófum hnefa og kallaði upp, að það væri eins gott að láta sig fá kvenmanninn þegar í stað. Meðan kastað var, fann Serg- ius augnaráð konunnar hvíla linnulaust á sér einum. Eftir þriðju umferð hafði hann hæstu tölu. Og skyndilega kom honum til hugar: Hvað myndi ég gera af konunni. ef ég ynni hana? Lofa henni að fara og láta drepa manninn! Eða drepa bæði hana og hann? Hvar sem væri, myndu menn hans atyrða hann og segja, að hann óttaðist afbrýði- semi eiginkonunnar. Andartak sá hann eftir því að hafa tekið þátt í keppninni um hana. Iiann tók ekkert eftir því, að hann fékk upp sex á báða teningana í annað skipti, fyrr en undrun- arhróp hinna kváðu við í eyrum hans. Nú var það svotil afráðið, HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.