Heimilisritið - 01.01.1951, Side 11

Heimilisritið - 01.01.1951, Side 11
mynd ... hvers vegna einmitt þá hugmynd, vissi hann ekki. En hann varð skyndilega viss um, að nú myndi hann komast úr klípunni, án þess að hafa lát- ið á nokkurn hátt í minni pok- ann fyrir fimmmenningunum, og aldrei myndu þeir geta hlaupið með leiðindasögur til Sélenu. Hann leit snögglega til konunnar; en hún horfði nú nið- ur fyrir fætur sér án afláts. Þá rak hann upp hæðnishlátur og sló fram hendinni í átt til mannsins. „Þú ... þú skalt sannarlega fá að verða ... leiksoppur. Og sé svo sem þú lætur, skal kona þín verða frjáls ... og þú sjálf- ur, ef þú heldur lífi. Halló, Markús, sæktu bogann minn og sex örvar án króka. Fljótt!“ Höfuðsmennirnir fimm höfðu fylgzt með orðaskiptum Sergi- usar og mannsins fullir áhuga. Sergius var bezti bogmaður lið- sveitarinnar, það vissu þeir. Hvað ætlaði hann sér nú? Þetta var að minnsta kosti spil. Og þegar maðurinn sagði, að þeir hefðu mætur á stríði, konum og leikjum, var hann fífl, úr því aö hann gleymdi að nefna spil. Spil ... um allt gætu þeir spilað ... á einni og sömu nótt, ef þeim kæmi það til hugar. Og nú hóf- ust líka veðmálin um líf manns- ins, um það, hvort hann myndi raunverulega geta staðizt það að kveinka sér. Ótrúlegt! Það hlakkaði í þeim við tilhugsunina um að fá að sjá Sergius kvelja þennan stæriláta fanga, sjá hann engjast og heyra hann öskra undan örvum Sergiusar. Markús færði Sergiusi bogann og örvarnar sex, og andartaki síðar kom hann aftur ásamt öðr- um þjóni með stóra borðplötu, sem reist var á rönd upp við eina tjaldsúluna. Þegar Sergius gaf manninum merki, tók hann sér stöðu með bakið upp að plötunni og báða handleggi út- rétta. Sergius leit aftur þangað, sem konan stóð, en hún horfði án afláts til jarðar. Síðan gekk hann yfir að öðrum vegg tjalds- ins, miðaði lauslega ... þetta virtist allt vera svo auðvelt. Ör- in hljóp af strengnum ... og beit sig fasta 1 trénu svo nálægt höfði mannsins, að bolur hennar huld- ist svörtu gljáandi hári hans. Fimmmenningarnir göptu. Þeir horfðu sem þrumu lostnir á hina tvo leikendur. Þetta var meistaralega fallegt skot; en hví í ósköpunum hæfði hann ekki manninn? Önnur ör flaug af boganum. Hún rakst í tréð við hægra eyra mannsins með lágu skjálfandi hljóði, sem heyrðist greinilega í þögninni. Þetta var enn fegurra skot, þegar tekið var tillit til hinnar ókyrru birtu HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.