Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 14

Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 14
væntingu. Elisa. Það var í senn hryggð og gleði í svip hennar, er hún strauk um svart og þykkt hárið, er liðaðist upp af djúp- um kollvikunum. Hún greip vasaklút og þerraði svitann af enni hans, og hann sá, að hún varð að reyna á sig til þess að hafa vald á hreyfingum var- anna, er gáfu til kynna, hversu litlu munaði, að hún félli í grát. Síðan leit hann uphverfis á hin andlitin. Og fljótt kom hann auga á hægri hönd sína, sem hún lá þarna eins og stór og ólögulegur hlutur við hlið hans. Gamli yfirlæknirinn stóð þarna og þreifaði um slagæðina á vinstra handlegg hans. „Gott ... ágætt!“ tautaði hann þurrlega. — „Alger kyrrð í nokkra daga >... blóðmissirinn hefur verið mikill; en þó ekki afskaplegur.“ Hann vingsaði handleggnum í átt til tveggja ungra lækna, er stóðu við rúm- stokkinn. — „Nærvera okkar, vinir mínir, er víst óþörf ... að sinni. Góða nótt, frú. Góða nótt, Land. Þér gætið hans í nótt, frú. Ágætt!“ „Góða nótt!“ hvíslaði Eric Land án þess að hafa augun af Elisu. „Ástin mín! Þú ert lífs ... Guði sé lof!“ „Og þú, Eric! — Ég er örviln- uð. Þetta var hugsunarleysi mitt. Þú . ..“ „Róleg, elskan, segðu þetta ekki. Nei, ekki hugsunarleysi, það var það ekki. Sjáðu til, hægri handleggurinn ... það var skuld ... skuld, sem hefur ver- ið greidd. Allar skuldir verða að greiðast! En um skuldirnar er aldrei krafizt fyrr en skuldu- nauturinn getur borgað! Nei, horfðu ekki svona óróleg á mig. Ég skal segja þér frá þessu öllu ... einhverntíma. Ég er svo glað- ur, ástin mín ... og syfjaður ... syf j... aður.“ endhi VEL SVARAÐ Á fjölmennuni stjórnmálafundi, þar sem kunnur þingmaður var að halda ræðu, heyrðist margsinnis rödd í salnum frá þekktum andstæð- ingi ræðumannsins. Lengi vel lét þingmaðurinn sem hann heyrði ekki framítökurnar, þótt þær væru farnar að fara í taugarnar á honum. Loks sagði andstæðingurinn mjóróma: „Haltu bara áfram svona. Segðu þeim allt sem þú veizt. Það tekur ekki langan tfma!“ Þingmaðurinn leit þá brosandi til þessa andstæðings og svaraði: „Eg skal segja þeim allt sem við vitum báðir. Það tekur ekki lengri tíma.“ 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.