Heimilisritið - 01.01.1951, Page 17

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 17
mun nú næstum eyðilagt. Næstu árin dvaldi Leonardo í Florence og byrjaði á mörg- um málverkum, en fullkomnaði fá þeirra, sökum hinna sívax- andi vísindaiðju sinnar og upp- finninga, sem hann eyddi mestri ævi sinni við. Þó er það á þess- um árum, sem hann málar „Mona Lisa“, er mesta undrun hefur vakið, og sem mun vera frægasta málverk veraldarinn- ar. Hann fullgerði hana á fjór- um árum. Fyrirmyndin var ung og fögur hefðarfrú í Neapel, Mona E-Lisa-betta Gherardini að nafni, þriðja kona Francesco del Giocondo, og er myndin því stundum kölluð ,,La Giocondo“. Um aðferð málarans við að mála myndina, segir Vasari, ævisöguritari Leonardos, svo frá, að málarinn hafi ávallt haft hljóðfæi’aleikara, söngfólk og trúða í kring um sig og notað fyndni sína óspart til að halda frúnni í glöðu skapi, til þess að fyrirbyggja þunglyndissvip- inn, sem oft sést á máluðum andlitsmyndum, enda tókst brosið svo vel á myndinni, að langt fram eftir öldum þótti list þess ganga ki’aftaverki næst. Árið 1506 fluttist Leonai’do aftur til Milan. Þar hitti hann Lúðvík XII. Frakklandskonung, sem gerði hann að hirðmálara sínum. Eyddi hann næstu tíu árum ýmist í Florence eða Mil- an, og fór snögga ferð til Róm árið 1513. Þar varð hann fyrir megnri mótstöðu af fylgismönn- um hinna frægu málai’a, Rafa- els og Mikelangelo. Naut hann lítils stuðnings hjá Leo X. páfa, sem sagt er að hafi misst alla trú á því að hann fæti lokið við nokkurt verk, þegar málar- inn vai’ð uppvís að því að fara að sjóða saman nýja blöndu af málningu og gljákvoðu, áður en hann dró fyrsta di’áttinn að mynd einni, sem hann hafði lofað að mála þar í borg. Árið 1516 fluttist Leonardo til Frakklands með Franz I., sem yarð konungur eftir Lúð- vík XII. Bjó hann í Cloux kast- alanum, skammt frá Amboise, og veitti konungur honum i'íf- leg eftii'laun. Síðustu árin þjáð- ist hann af aflleysi í annarri hendinni og gat ekki notað hana að gagni eftir það. Hann andaðist í A.m.boise 2. maí 1519 — og var þá iremur fátækur. Leonai'do da Vinci er að dómi margra mætustu manna mesta séní, sem uppi hefur verið, og óviðjafnanlega fjölhæfur í list- um og vísindum. Hann var mál- ari, myndhöggvai’i, húsagei'ðar- meistari, skáld, hljómlistarmað- ur, heimspekingur, sálfræðing- pr, rithöfundur, gagmýnandi, hr> REIMILISRITIÞ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.