Heimilisritið - 01.01.1951, Qupperneq 22

Heimilisritið - 01.01.1951, Qupperneq 22
ár. Hún gekk rösklega upp stig- ana á þriðju hæð. Hún tók í hurðarhandfangið, dyrnar voru læstar. Það þýddi, að faðir hennar væri ekki heima. Þá hlaut hann að sitja í veitinga- húsi og drekka öl og rabba við kunningjana þar. En hann drakk sig aldrei fullan. Maður heyrði hann aldrei bölsótast eins og Manganelli, sem bjó á annarri hæð. Hún stakk hendinni inn á brjóstið, náði í lykil, sem hékk í bandi og lauk upp. Þau höfðu tvö herbergi og eldhús, svefnherbergi, þar sem pabbi og Kalli sváfu, og minna herbergi, þar sem hún svaf sjálf. Meðan móðir hennar var á lífi höfðu börnin sofið í herbergi Mörtu, nú svaf hún þar ein. Hún lagði skólatöskuna á lít- ið borð, opnaði alla glugga og hallaði sér eitt andartak út um eldhúsgluggann til að sjá vöru- flutningalest fara framhjá. Hún veifaði til lestarstjórans, en hann sá hana ekki. Þeir sáu hana sjaldan, af því hún var svo hátt uppi, en þeir veifuðu alltaf ef þeir tóku eftir henni. Þegar hún fór að ná í heim- ilispeningana, sem hún faldi í ævintýrabók í kommóðunni, stóð hún andartak alvarleg og horfði á litla mynd af móður- inni, sem stóð á kommóðunni. Ókunnugum hefði ekki þótt mik- ið koma til þessarar myndar, en hefði maður vitað, hvernig kona hún hafði verið, myndi hann hafa staðið lengur frammi fyrir myndinni, eins og Marta. Hún hafði séð móður sína deyja inni í hinu herberginu. Móðir hennar dó án þess að mæla æðruorð, hún brosti meira að segja fram til þess síðasta. „Hún er sofnuð,“ sagði lækn- irinn, „hún er lúin og hefur lagzt til svefns.“ Hann lagði sína höndina á höfuð hvors barnsins. Það voru orð læknisins, sem fengu Mörtu til að trúa því, að hún myndi sjá móður sína seinna, þegar hún vaknaði. Og faðir hennar hafði sjálfur sagt hið sama: „Mamma er bara far- in burt um tíma til að hvíla sig.“ Jafnvel jarðaríörin og gröfin, gat ekki breytt trú barnsins. Hún var aðeins tíu ára þá- Seinna gerði hún sér þetta ljóst, en þó vildi hún ekki falla frá draum sínum, því að hún fann með eðlishvöt barnsins, að ein- ungis draumarnir eru raunveru- legir. En stundum, eins og til dæm- is í dag, var henni næstum ó- mögulegt að bíða lengur endur- komu móðurinnar. Hún reyndi hvað eftir annað að taka að 20 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.