Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 23
sér hlutverk móðurinnar, en í dag heppnaðist henni ekkert. Hún hafði verið of sein á fætur og ekki haft tíma til að borða morgunverð né búa um rúmin, og Karl hafði ólátast svo, að faðir þeirra vaknaði og kallaði, að hún ætti að láta drenginn Þegja. Faðir hennar meinti ekkert slæmt, þó hann kallaði dálítið höstuglega til hennar, hann var þreyttur eftir nætur- vinnuna í verksmiðjunni og þurfti að sofa. En ef til vill hefði átt betur við, að hann hefði kallað til Karls, en ekki hennar. Svo hafði hún sofnað tvisvar í enskutímanum og fengið „sæmilegt“ í kristinfræði, og ungfrú Krogh hafði látið hana verða eftir. Hún fékk tár í aug- un af að hugsa um þetta, en hún þurrkaði þau burt, tók peningana og skömmtunarseðl- ana og fór út til að kaupa í uiatinn. Klukkan var fjögur. Kalli og hinir drengirnir léku sér enn á götunni. Hún stanz- aði og skipaði honum að fara heim og skipta um föt. Hinir drengirnir fóru strax að gera gys að honum og hrópa. „Hvað, Kalli, hefurðu ekki skipt á þér? Systir þín segir þér að skipta, þú ert auðvitað húinn að gera í buxurnar, ha, ha, ha!“ Og þá gat hann auðvitað ekki farið, þó hann hefði viljað. „Farðu til fjándans,11 sagði hann. „Kalli, ég segi pabba þetta!“ „Hún kjaftar í pabba, hún kjaftar í pabba!“ göluðu dreng- irnir. Hún ætlaði ekki að segja pabba sínum neitt, því að það gagnaði ekkert. Allt, sem Kalli gerði, var rétt. Þá sjaldan hann skammaði Kalla, hafði það eng- in áhrif, því að drengurinn vissi, að faðirinn meinti ekkert með því. Hann • hlýddi aldrei, þótt honum væri sagt að fara í sendiferð. Það þýddi ekkert að klaga Kalla. Hún hafði heldur ekki haft tíma til að þvo upp. Ósjálfrátt gekk hún fram í eldhúsið og setti vatnsketil yfir gasið. Bara að hún hefði munað eftir því fyrr, þá hefði vatnið getað hitnað á meðan hún fór í búðir. Henni gramdist að hafa eytt tímanum. Hún hafði aldrei haft tíma til annars en að vinna, og þó hún fengi stund og stund til að fást við annað, hafði hún ekkert gaman að því. Fyrir ári síðan hafði hún eitt sinn hlaupið í kvikmyndahús eftir kvöldverðinn. En allan tímann, meðan hún sat þar, hafði hugur hennar verið hjá Kalla, sem vafalaust var ekki ai heimilisritið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.