Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 26

Heimilisritið - 01.01.1951, Síða 26
nýju buxunum hans, og ég sagði honum að skipta um föt.“ „Það gerir minnst til,“ sagði pabbi þeirra, „það var gott að ekki fór ver.“ Hann tók ætíð málstað Kalla. Þegar læknirinn kom, sagði hann, að þetta væri ekki annað en smáskeinur. Svo fór faðir þeirra að borða. Steikin var óæt, en það voru til kartöflur frá deginum áður, og Marta hitaði kaffi. Hún flýtti sér að taka til nestið og var búin að því, er hann hafði borðað. En samt myndi hann koma klukkustund of seint til vinnunnar. Hann var mjög æstur. „Ég held ekki að neitt sé að, en ef honum versnar, þá náðu í lækninn.“ Marta kinkaði kolli. „Hvernig gekk í skólanum í dag?“ „Það gekk vel,“ svaraði hún. Hún vissi, að það var ekki satt, en hún þorði ekki að játa það. Þegar faðirinn var farinn, var hún of óstyrk til að hafa lyst á mat. En Kalli hoppaði fram úr rúminu og borðaði það, sem eftir var. Hann skammaðist og bölsótaðist yfir steikinni. Hún var orðin svo hrygg í skapi, að hún fór að gráta. „Æ, hættu þessu væli,“ sagði Kalli. Hún bjó um rúmin og bað hann að hjálpa sér, en hann sagðist vera lasinn. Hann átti alltaf nógar afsakanir. Marta bað hann að fara að sofa, og það vildi hann gjarnan, ef hún læsi fyrst fyrir hann ævintýri. Hún las „Hans og Gréta." „Svona var mamma okkar ekki, var það?“ spurði hann. „Nei,“ sagði hún. „En hún kemur aldrei aftur!“ „Hver segir það?“ „Strákarnir." „Þeir vita ekkert um það,“ sagði hún reiðilega. „Heldur þú, að hún komi aft- ur?“ „Ég veit það.“ „Hvenær?“ „Það veit ég ekki. Ég held ekki, að neinn viti það.“ Hann sofnaði um það er sög- unni lauk, og hún fór hljóðlega inn í herbergi sitt. Húsið skalf meðan lest fór framhjá. Hún settist þreytt á rúmið með buxur drengsins og skoð- aði gatið. Henni lá við að æpa. Nýjar buxur. Hún þræddi nál og byrjaði að sauma saman trosnaða kantana. Hana syfjaði við verkið. Hún saumaði hægt og með hléum. Svo stakk hún sig í fingur og brá honum upp 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.