Heimilisritið - 01.01.1951, Side 27

Heimilisritið - 01.01.1951, Side 27
í sig. Þótt hún vandaði sig, myndu buxurnar aldrei fram- ar líta út sem nýjar. Hún myndi aldrei vei’ða eins dugleg að sauma og móðir hennar. Hún slétti úr saumunum á hné sínu og virti þá fyrir sér gagnrýn- andi. Þetta varð að duga. Hún íhugaði, hvort hún hefði gleymt nokkm og mundi, að hún hafði ekki tekið til morg- unverð handa föður sínum. Hann var vanur að borða þeg- ar hann kom heim. klukkan fjögur á morgnana. Hún flýtti sér að taka til kaffi, sem hann gat svo hitað upp, brauð, smjör og álegg, og lét það á eldhús- borðið. Maður skyldi halda, að hún hefði gert þetta 1 hundrað ár. Bara að móðir hennar kæmi aftur, þá myndi allt batna. En hún hafði engan að tala við. Hún gat ekki talað við Kalla, og hún sá föður sinn svo sjald- an, og þó hann væri vingjarn- legur og kallaði hana „litlu mömmu“, var erfitt að vera op- inská við hann. En nú ætlaði hún að tala við hann um mömmu og spyrja, hvenær hún kæmi aftur. Hún fór inn í herbergið sitt. Skólabækurnar lágu á borðinu. En hvað fullorðnir áttu gott að hafa engin heimaverkefni. Hún opnaði sögubókina, en um leið og hún byrjaði að lesa, fór hún að hugsa um hinn smánarlega vitnisburð í krist- infræðinni. Eftir tvær vikur fengu þau einkunnabækurnar og þá myndi faðir hennar kom- ast að því. En ef til vill væri bezt að sýna honum ekki ein- kunnabókina. Hún gæti sjálf skrifað undir, það gerðu mörg börn í skólanum. Hún heyrði raddir frá hinum ellefu fjölskyldunum í húsinu. Einhvers staðar var leikið á gít- ar. Það var gaman að heyra músík, þótt hún væri of lág til að hún gæti greint lagið. Sögubókin lá opin fyrir fram- an hana. En í kvöld hafði hún engan áhuga á bardögum á mið- öldum og kúgun bændastéttar- innar. Það var ekki nærri því eins raunverulegt eða mikil- vægt og Hans og Gréta og móð- ir hennar. Hún settist upp í gluggann. Á leiðinni heim úr skólanum gáði hún oft að móður sinni uppi í skýunum. Nú sat hún og horfði á dimman himininn yf- ir stöðvarhúsunum. Það voru margar stjömur og hún fann nálægð móðurinnar. Hún sat lengi og horfði upp til stjarnanna og hugsaði. Hún var viss um, að allt myndi batna, þegar móðir hennar kæmi. Hvers vegna kom hún HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.