Heimilisritið - 01.01.1951, Page 32

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 32
Hann er einmana. IJað er ég ekki. Eg á konu, sem er háttnð og bíður mín. x Hann átti sér líka konu, — einu sinni. Nú mundi það eklci gagna honum, að eiga sér konu. Það veit maður aldrei. Jíí' til vill liði honum betur ei' hann ætti sér konu. En frænka hans sinnir honum. Ég veit það. Ég var að segja þér að hún hefði skorið hann nið- ur úr snörunni. Ég vildi ógjarna verða svona gamall. Gamall maður er Ijótur hlutur. Jikki alltaf. I>essi er þó að minnsta kosti hreinlegur. Hann drekkur án þess að missa niður. Jafnvel núna, þótt. liann sé auga- fullur. Horfðu á hann. Eg vil ekki hprfa á hann. Eg vildi óska hann færi mi að fara. Iíann tekur ekkert tillit til fólks sem þarf að' vinna. Gamli maðurinn leit upp frá glasinu sínu og skygndist um. Síðan leit hann til þjónanna. Einn koniak enn, sagði hann og benti á glasið. Þjónninn, sem langaði til að komast í háttinn, flýtti sér til hans. Búið, sagði hann, með því hirðuleysislega málfari sem svo gjarna auðkennir illa gefið fóJk, þegar þnð talar við drukkna menn eð'a, útlendinga. Ekki meir. Búið. Lokað. Einn koniak enn, sagði gamli maðurinn. Nei. Búið. I>jónninn strauk af borðröndinni með þerru, og hristi höfuðið. Gamli maðurinn stóð upp, kastaði hæglátlega tölu á undir- skálarnar, tók peningapyngju upp úr vasa sínum, borgaði og gaf þjóninum hálfan peseta í ó- markslaun. Þjónninn horfði á eftir honum þar sem hann gekk nið'ur götuna, mjög gamall maður, reikull í spori en virðulegur. Hvers vegna leyfðirðu honum ekki að sitja lengur og drekka? sagði þjónninn, sem ekki lá á að komast heim. I>eir voru að draga gluggaskýlurnar niður. Klukkan er ekki ermþá hálf þrjú. Eg vil fara að komast í rúmið. Ilverju skiptir ein klukku- stund? iMeira fyrir mig en hann. Ein klukkustund er ein klukkustund. Þú talar eins og þú værir sjálf- ur gamall maður. — Hann getur key])t sér flösku og drukkið heima hjá sér. Það er ekki það sama. Nei, sagði gifti þjónninn, það er ekki það sama. Hann vildi ekki vera ósanngjarn. Hann var þara óþolinmóður. 30 HEIMIUSRfTIÞ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.