Heimilisritið - 01.01.1951, Page 45

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 45
ið. „Þú ert ekki feiminn, Snet- kin,“ segir hann, „að ráðast inn í íbúð mína! Hvað þykistu eig- inlega vera?“ Snetkin slær öskuna af vindl- inum niður á gólfið. „Það hefur einhver sálgað Jimmy Pereira í kvöld,“ segir hann. „Hann var skotinn í glugganum á nr. 73 í Mitlers- gistihúsi. Það er beint á móti baðherbergi í Penfoldsgistihúsi. Og þú sást í Penfoldsbarnum um sjö leytið. Er þetta ekki rétt, piltur minn?“ „Áttu við, að ég hafi sálgað Pereira?“ Snetkin kinkar kolli. „Þú skauzt hann úr baðher- berginu þvert yfir garðinn.“ „Jæja, svo það var ég, sem skaut Pereira?“ segir Tilbaki. ,,Já, þú ert ósköp sniðugur, Snetkin. Ég hef reyndar ekki svo mikið sem séð hann.“ Snetkin glottir aftur. „Heyrðu nú,“ segir hann vin- gjarnlega. „Stúlkan hans Pe- reira, rauða Jenny, hringdi til okkar tuttugu mínútur yfir sjö og sagðist hafa hitt þig í Pen- foldsbar, og þú hafir sagzt ætla upp og brenna á Pereira. Viltu neita þessu?“ Tilbaka fór að skiljast, að hann hefði treyst bláum aug- um Jenny helzt til vel. Honum er Ijóst, að hann er genginn í gildru og afræður að segja Snetkin- upp alla söguna. „Já, sú er góð, Tilbaki/1 seg- ir Snetkin brosandi. „En hún er ekki nógu góð til að gabba gamla manninn hérna. í fyrsta lagi kom Pereira í gistihúsið klukkan sex og sendi strax stúlkuna eftir peningunum. Við fundum sjálfir töskuna hjá lík- inu. Hvað hefurðu annars í töskunni þarna?“ Snetkin opnar hana og út detta tvær sjálfvirkar byssur. Hann þefar niður í hlaupin. Svo glottir hann: „Já, það vant- ar einmitt þær tvær kúlur, sem við fundum í Pereira. Þarna náðum við taki á þér, gamli skröggur. Nú áttu tryggt sæti í stólnum.11 Tilbaki veit ekki rétt vel, hvað segja skal. Svo glottir hann. „Það get ég ekki sagt um í svipinn, Snetkin,“ segir hann. „Nú hef ég verið laus og lið- ugur í tvö ár og bjóst við að vera laus við ykkur. En þeir, sem kalla mig Tilbaka, hafa víst rétt fyrir sér, ég kem alltaf tilbaka í steininn aftur.“ Og svo réttir hann fram hendurnar svo Snetkin geti smeygt á hann armböndunum. „Höfum okkur svo af stað, piltar,“ segir Tilbaki. rND0! 'Ki tfEJMIUSftlTIÞ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.