Heimilisritið - 01.01.1951, Page 47

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 47
lingum mínum, sem þér eigið við?“ „Nei, ekki sjúkling. Það er miklu nánara .. . Það er sú Anna, sem læknirinn þekkti einu sinni, nokkru áður en þér kvæntuzt. Það gerðist, að því er ég bezt veit, fyrir um það tíu árum.“ „Já, það er rétt, ég hef verið HEIMILISRITIÐ kvæntur í tíu ár. En ég minnist ekki að hafa þekkt nokkra stúlku, sem hét Anna.“ „Jú ... sjáið þér til, það eru sannanir fyrir því,“ sagði hjúkr- unarkonan ákveðin. „Anna? ... Anna? ,..“ Lækn- irinn gruflar. „Hún er nú dáin ... í fyrra- dag ... og liggur í litlu kapell- unni okkar. Hún bað mig að færa yður sína hinztu kveðju. Hún hætti aldrei að elska yð- ur.“ „Nú, einmitt það .. . já, ég á við ... ég man alls ekki ...“ sagði læknirinn lágt. „En Anna gleymdi aldrei ... hún var góð og göfug mann- eskja, og þess vegna bar hún byrðarnar ein, .þegar • kynni hennar af lækninum fengu af- leiðingar. Hún var of nærgæt- in. Læknirinn var nýkvæntur, svo það hlýtur að hafa verið í tilhugalífi yðar, að þessi kunn- ingskapur ykkar Önnu ...“ Hún hækkaði róminn, svo læknirinn benti henni að tala lægra, og gaut augunum órólega að dyr- unum að íbúðinni. Konan hall- aði sér fram á borðið og sagði lágt og eins og í trúnaði: „Eins og ég sagði. kynni ykkar fengu afleiðingar . .. lítið stúlkubarn, sem nú er bráðum tíu ára. Maður, sem vissi, hvernig í öllu lá kvæntist Önnu og reyndist 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.