Heimilisritið - 01.01.1951, Qupperneq 59

Heimilisritið - 01.01.1951, Qupperneq 59
og liann náfölnaði. Hann sat kyrr góða stund og horfði fast á Joan, sem varð að taka á því sem hún átti, til þess að æpa ekki upp. Svo reis hann upp af stólnum og hló kuldahlátur. „Gamla bragðið", sagði hann bitur- lega. ,,Þú elskar, en þorir ekki, og svo notar þú gömlu aðferðina — að slá öllu á frest. En það þýðir ekki í þetta sinn, Joan. Þú elskar, en þú þorir ekki . . .“ Hann sagði þetta eins og hann vitnaði í eitthvað, seildist eftir sígarettuveski sínu og tók sér sígarettu. „Hvað segir Henley um þann, sem fótumtreður stolt annars og hlýtur þá refsingu, að hjarta hans kremst eða brotnar á hinu harða skeri svikseminn- ar . . .? En ég hef nú víst ekki fótum- troðjð stolt þitt, Joan. Viltu reykja?" „Nei! Hvernig geturðu verið svona andstyggilegur?" skrapp út úr Joan í æsingu. „Ætlarðu að gera mig brjálaða? Þú lokkar mig til að halda að þú sért frávita af ást til mín og kemur mér eitt augnablik til að gleyma mér, en svo grettirðu þig framan í mig og tek- ur til að vitna í kvæði“. „Þetta er ágætt kvæði, bara að ég kynni það. Ég skæli mig ekki framan í þig, slíkt gæti mér aldrei komið til hugar“, sagði Hilary, auðsjáanlega al- veg rólegur og ákveðinn. En ef Joan hefði ek'.ú verið svona æst og ef hún hqfði veitt honum nánari gætur, hefði hún ef til vill veitt því athygli, að fing- ur hans voru dálítið óstyrkir, er hann kveikti í sígarettunni sinni. „Ég mót- mæli, kæra Joan, mér finnast ásakanir þínar alveg óverðskuldaðar. Þú komst mér til að halda, eins og nokkrum sinn- um hefur hent fyrr, að þú endurgjaldir tilfinningar mínar, og svo slengir þú áköfustu ásökunum framan í mig og sýnir mér fyllstu óvináttu. Það er gamla bragðið, sem notað hefur verið til að gera marga menn örvæntingarfulla. En nú erum við hér á Muava, Joan, og þú skalt ekki halda, að brúðgumi þinn sætti sig við að þú hrindir honum frá þér á sjálfa brúðkaupsnóttina. I þetta skipti geturðu ekki snúið við á miðri leið, eins og þú hefur svo oft gert áð- ur“. „Brúðkaupsnóttina! Hvað áttu við? Hverskonar bannsett bull er þetta?“ Jo- an var náföl. „Þú ætlar þó ekki að reyna að telja mér trú um að þú hafir ckki skilið, að prestarnir og töframennirnir giftu okk- ur í kvöld, og að við vorum í brúð- kaupsveizlunni okkar. Eftir lögum og rétti, sem gilda hér á Muava, erum við nú hjón!“ svaraði Hilary. „Hvað er að heyra þetta! Hafið þið nokkurntíma heyrt annað cins!“ stam- aði Joan og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Svona villimannaathöfn er alveg ó- merk. Mig grunaði ckki að þetta væri hjónavígsla og ég viðurkenni hana ekki. Ég hef ekki óskað eftir að giftast þér“. „Myndirðu heldur hafa viljað búa með mér, án þess að við giftumst að lögum hinna innfæddu?“ spurði Hilary. „Nei, nei, ég óska alls ekki eftir að búa með þér!“ sagði Joan æst. „Hilary, þér getur ekki verið alvara með að not- færa þér þetta svikabragð?" „Hversvegna viltu vera að berjast gegn því sem er óhjákvæmilegt, Joan?“ tók Hilary fram í fyrir henni. „Þú viss- ir að það var ætlun mín, er ég flutti HEIMILISRITIÐ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.