Heimilisritið - 01.02.1951, Side 4

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 4
Tjarnarmaðurinn \ — Smdsaga eftir Huldu Bjar'nadóttur — HVERNIG stendur á því, að mér er ekki sama þó ég sjái hann standa þarna við tjörnina sýknt og heilagt, og horfa þung- lyndislega niður í vatnið. Hvað kemur það mér við, þó hann ef til vill sjái óráðna drauma, ó- byggðar borgir birtast í þessum spegilgljáandi vatnsfleti. Hann um það. Mér kemur það ekki vitund við. Ég sá hann fyrsta kvöldið, sem ég dvaldi í þorpinu. Ég var ráðinn barnakennari staðarins. Hafði flutzt að úr fjarlægri sveit. Var öllum ókunnur. Her- bergisglugginn minn sneri beint út að stóru vatni, sem var rétt framan við húsið. Ég var skóla- nefndinni mjög þakklátur fyrir val herbergisins, því útsýnið úr glugganum mínum var ákaflega fallegt. Og svo var einn kostur þessa herbergis, að það var stutt þaðan til skólans. Enda var ég harla ánægður, þegar ég tók upp farangur minn, hugðist að koma mér eins vel fyrir og kostur var á, og hefja svo starfið af alúð og áhuga. Ég hafði viku til stefnu, þar til skólinn skyldi byrja, þeim tíma ætlaði ég að verja til þess að skoða plássið og ef til vill kynn- ast íbúunum lítils háttar. Um kvöldið ranglaði ég um þorpið. Virti fyrir mér gamla húskumbalda og nýtízku funk- isvillur, sem stóðu í grátlegu ósamræmi hvort innan um ann- að. Göturnar voru flestar bugð- óttar og óreglulegar, þröngar og illa upplýstar. Allt þetta skipulagsleysi gaf staðnum sér-' kennilegan svip Á heimleiðinni mætti ég örfáum hræðum, sem skotruðu forvitnislega til mín augunum, um leið og þær hurfu út í húmið. Septemberrökkrið, mjúkt og laðandi, var eilítið þvalt, eins og það vildi tolla við mann. Það var eitthvað ævin- týralegt við þetta myrkur í ó- kunnu þorpi, einhver seiðandi dul, svo manni fannst að hér gætu margir hlutir gerzt. Jafn- 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.