Heimilisritið - 01.02.1951, Side 6
undir augnalokunum, sem voru
eins og undirskálar á
hvolfi langt inni í höfði. Blár
rykfrakki, snjáður af elli og
alltof víður, gerði hann enn
mjóslegnari og visnari en hann
í rauninni var. Hann gekk alltaf
hægt, seig áfram með eilitlum
hnykk við hvert skref. Ég sá
hann aldrei breyta gönguhraða
sínum, aldrei flýta sér, aldrei
hægja á sér. Hann leit ekki upp,
nema hann væri nauðbeygður
til þess vegna umferðarinnar.
Það var eins og honum hefði
verið kastað niður í þetta jarð-
líf af öðrum hnetti, vissi ekki
hvar hann væri eða hvert skyldi
halda, svö stefnulaust var allt
hans fas.
Einu' sinni sá ég krakkana
elta hann með ópum og óhljóð-
um, eins og er siður barna, þeg-
ar skrítið fólk á í hlut. Ég nam
staðar til þess að sjá hverju
fram yndi, því að forvitni mín
var .vakin á þessum einkenni-
lega manni. Hann hélt leiðar
sinnar án þess að gefa aðsúg
barnanna minnsta gaum, unz
hann skyndilega sneri sér við og
leit þegjandi yfir hópinn með
þeim afleiðingum, að bömin
stukku öll sitt í hverja áttina.
Ég komst að raun um, að
uppáhaldsstaður hans var tjarn-
arbakkinn. Og mér var hulin
ráðgáta, hvað hann entist til að
standa þar og glápa ofan i vatn-
ið, oft klukkutímum saman. Ég
gaf honum gætur út um glugg-
ann minn, já, ég verð að segja
eins og er, ég hafði ekki af hon-
um augun, og oft. gat ég ekki
lagzt til svefns á kvöldin, fyrr
en ég vissi, að hann var farinn.
Ég fór að hugsa um, hvernig
hugheimur hans væri, hvað
hann sæi svona hrífandi við
þetta vatn, en þá minntist ég
augna hans, og það kom að mér
skjálfti. Kannske ætlar hann
að drekkja sér þarna, en breztur
kjarkinn þegar á þarf að herða,
eða kannske hefur einhver
drukknað þarna, sem honum
hefur þótt vænt um.
Stundum gerði ég það af á-
settu ráði, þegar ég vissi að
hann stóð þarna, að ég gekk
fram hjá honum. Einu sinni
gerði ég það af bríaríi að
staldra ögn við og bjóða honum
gott kvöld, en hann bærði ekki
á sér. „Áttu eldspýtu?“ sagði
ég, ákveðinn í því að víkja
ekki af hólminum fyrr en í
fulla hnefana, en hann leit ekki
við mér. Ég æstist upp við þessa
óhugnanlegu þögn, sem stafaði
af honum. Það var rétt komið
að mér, að þrífa í öxlina á hon-
um, hrista hann til og vita hvort
hann fengi ekki málið, en hætti
við þaðv Ég skundaði á brott,
langt út fyrir þorpið, staðráðinn
4
HEIMILISRITIÐ