Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 8

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 8
urinn. Já, það er ósköp leiðin- legt með hann.“ Ég spurði hvort hann væri brjálaður, eða hvað væri að honum. „Hann er eitthvað skrítinn, auminginn, en brjálaður getur hann ekki talist. Hann er átak- anlegt dæmi þess, hvemig gott listamannsefni getur farið í hundana vegna fátæktar.“ „Nú?“ „Já, þarna í þessum ræfli voru einhverjir þeir allra glæsi- legustu málarahæfileikar, sem við höfum átt. Öllum bar saman um það, en enginn gerði neitt til þess að hjálpa honum. Það var þá ekki orðin tízka að líta á listina sem menningarverð- mæti, heldur vár hún skoðuð eins og hvert annað kák, sem ætti engan rétt á sér. Þess vegna gat hver og einn, sem fékkst við slíkt, drepist í sínu horni, öðrum að meinalausu." Ég hafði hlustað á hann fullur eftirtektar, en þegar hann þagn- aði, spurði ég hvort hann hefði orðið svona vegna þess, að hann hefði ekki fengið að læra. „Já, það er mál manna. Ann- ars var hann alltaf að föndra við liti, og í skólanum skaraði hann langt fram úr öllum 1 teikningu. Hann gat teiknað allt, sem honum datt í hug, kennarann, okkur krakkana, ag það á svo spaugilegan hátt, að það var auðséð, að hann bjó yfir óvenjulegu hugmyndaflugi. Jafn- vel teikningarnar hans í skóla voru hrein listaverk. Það sögðu þeir, sem þóttust hafa vit á.“ „Hvað varð um þessar teikn- ingar?“ spurði ég. En án þess að svara, hélt félagi minn áfram: „Og svo fór hann að fást við liti, vatnsliti, því hann hafði ekki efni á, að kaupa olíuliti. Og eftir að hann fékk vatnslit- ina, málaði hann öllum stund- um, þegar hann gat því við komið. Ég hef séð mörg mál- verk eftir fræga málara, en ég sá einu sinni vatnslitamynd eft- ir hann. Ég hef aldrei séð aðra eins mynd, svo óviðjafnanleg var hún. Hann var efni í hrein- an snilling. — Þú varst að spyrja, hvað orðið hefði um teikningarnar hans. Hann reif þær allar, og eins allt það, sem hann málaði.“ Við gengum þögulir um stund. Ský hafði dregið fyrir tunglið. Ég leit á félaga minn, og eins og hann vissi, hvers ég ætlaði að spyrja, sagði hann. „Það er langt síðan hann hætti að mála, snertir aldrei pensil. Foreldrar hans voru blá- fátæk. Faðir hans drukknaði, þegar drengurinn var 1 æsku. Ekkjan barst í bökkum með stóran barnahóp, svo það kom 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.