Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 9
sér illa að elzti sonurinn, sem hún hafði vænzt stuðnings af í lífsbaráttunni, skyldi vera listhneigður. Þegar hann stálp- aðist, sárlangaði hann til að læra að mála. Ég hef heyrt sagt, að hann hafi oft grátið nóttum saman yfir því, að geta ekki fengið að læra. Svo rík listhneigð var honum í blóð borin. En fátækt heimilisins svo mikil, að á því voru engin tök. Og þá var enginn, sem kærði sig um að rétta hjálparhönd. Hann tærðist upp, varð æ einrænni og einrænni, og þar kom að lokum, að hann steinhætti að eiga við liti, reif og brenndi allt, sem hann hafði gert. Og síðan eigrar hann hér um þorpið, talar ekki við nokkurn mann, skiptir sér ekki af neinum.“ Þegar hann hafði lokið sögu sinni, gengum við þegjandi um hrfð. Tunglið óð enn í skýjum, og draugsleg birtan skein á ó- reglulega húskofana, sem til að sjá líktust álfaklettum, og mað- ur gat ímyndað sér, að huldu- fólkið kæmi þá og þegar út úr hömrunum og brygði á leik. Frásögnin um Tjarnarmanninn hafði haft mikil áhrif á mig. Yfir mig var siginn einhver tregablandinn þungi, svo ég mátti ekki mæla. Ég þakkaði því að hamingjunni, þegar ég sá að við vorum rétt komnir heim, kvaddi félaga minn og flýtti mér upp á herbergið mitt. Ég settist á stól við gluggann, starði út á tjörnina og hugsaði um Tjarnarmanninn og það sem ég hafði heyrt um hann. Ég hafði ekki séð hann við tjömina síðan ég gaf mig á tal við hann. Kannske hafði ég fælt hann burt. Ég hugsaði um örlög hans fram eftir nóttu. Það liðu margir dagar áður en hann lét sjá sig á tjarnar- bakkanum, þar til einn dag, að ég sá hann standa þar einstæð- ingslegan að vanda. Og ég gat ekki varizt því enn einu sinni, að velta því fyrir mér, hvað drægi hann að þessum polli. Upp frá þessu hímdi hann þar á hverju kvöldi, eins og fyrst eft- ir að ég flutti í þorpið. Og aftur fór þessi kynlega geðæsing að gera vart við sig í hvert sinn, er ég sá hann, hún jókst með hverjum deginum sem leið, og þó lét hann mig afskiptalausan. Ég ýmist dróst að honum eða óttaðist hann, eða hvort tveggja í senn. „Hver djöfullinn er að?“ sagði ég við sjálfan mig. Nú er þó ekki einstæðingsskapnum fyrir að fara, því ég var búinn að kynnast mörgu fólki og hafði nóg að starfa. Ýmsir kunningjar mínir heimsóttu mig stundum á kvöldin, og þá sátum við og HEIMILISRITIÐ 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.