Heimilisritið - 01.02.1951, Page 12

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 12
Lúðvík XV. og Madame de Pompadour MADAME DE Pompadour hefur verið talin, og vafalaust með réttu, einhver umsvifa- mesta Vinstrihandardrottning Frakklands. Ekki nóg með að þessi opinbera hjákona Lúðvíks XV., Madame de Pompadour, stjórnaði raunverulega lista- og samkvæmislífi Frakklands í 19 ár, heldur hafði hún víðtæk á- hrif og afskipti af stjórnmálalífi landsins um svipað árabil. Madame de Pompadour var fyrsta millistéttarkonan, sem hlotnaðist sá vafasami heiður að verða opinber frilla Frakklands- konungs. Slíkur heiður hafði þangað til aðeins fallið í skaut aðalskvenna. Hún var sæmd markgreifatitli, eins og Madame de Maintenon (frilla Lúðvíks XIV.) á undan henni. En þó að faðir Madame de Maintenon hafi verið af lágum ættum, var hún samt aðalsborin, enda þótt af lágaðli væri. Skírnarnafn Ma- dame de Pompadour var Jeanne Antoinette Poisson. Eiginmaður móður hennar — það er ekki öruggt að kalla hann föður hennar — var, alveg eins og faðir Madame de Maintenon, í mjög alvarlegri missætt við lög- in. í raun og veru hafði Monsieur Poisson verið dæmdur til dauða fyrir fjárdrátt. Hann komst þó undan refsingu með því að flýja land og var landflótta í 15 ár, eða þar til að áhrif Madame de Pompadour gerðu honum kleift að snúa heim aftur. Undirbúning allan fyrir það hlutverk, sem Jeanne Poisson 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.