Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 14
að kenna sér hljómlist, dans og
framsagnarlist. Hún klæddist
samkvæmt nýjustu tízku, og var
glaðvær og skemmtileg.
Monsieur Lenormant de Tour-
nehem átti systkinisson, Lenoi'-
mant d’Etioles að nafni. Þessi
ungi maður var ekkert sérlega
aðlaðandi í framkomu, en hann
var auðugur og felldi ástarhug
til Jeanne Poisson, sem e. t. v.
var náfrænka hans. Faðir hans
setti sig upp á móti hinum
fyrirhugaða ráðahag, sökum
þess að honum fannst Jeanne
ekki samboðin syni sínum, með
tilliti til ætternis hennar. En
tvítug að aldri varð Mademoi-
selle Poisson samt Madame
Lenormant d’Etioles.
LIJÐVÍK XV. var áberandi
lífsleiður maður. Sem barn hafði
hann verið veikburða, og þar
eð alveg bráðnauðsynlegt var
talið að hann skrimti af til þess
að ríkja yfir Frakklandi, var
honum forðað frá allri áreynzlu.
Hann hafði því aldrei lært að
gera neitt, sem útheimti hina
minnstu fyrirhöfn, og þurfti
stöðugt að hafa einhvern til að
stytta sér stundir og aðstoða
sig í hinum smávægilegustu at-
riðum.
Fimmtán ára að aldri var hon-
um drottning gefin — Marie
Leczinska, dóttir hins afdánk-
aða Póllands-konungs. Hún var
sjö ái'um eldri en hann og
hvorki mjög greind né falleg.
Samt sem áður virðast þau hafa
afborið hvort annað um nokk-
urra ára skeið. A. m. k. eign-
ust þau bæði dætur og syni.
Af og til greip konunginn
megn lífsleiði. Og þar sem hann
hafði þá miklu þörf fyi’ir ná-
vist kvenna, sem gátu orðið
honum til uppörvunar, söfnuð-
ust utan um hann ýmsar per-
sónur, sem hugsuðu sér að hafa
hagnað af vináttu hans. Lúðvík
XV. leiddi Frakka niður af há-
tindi þeirx-ar velmegunar og
frægðar, sem þeir höfðu náð
undir stjórn afa hans, Lúðvíks
XIV., og fram á barm ólgandi
byltingar og örbirgðar.
Vegna áhrifa frá sumum hirð-
snápanna, tók Lúðvík að gerast
eiginkonu sinni ótrúr, en hvað
það snerti fylgdi hann að vísu
fordæmi forfeðra sinna, sem
raunar höfðu ekki verið áber-
andi skíi’lífir.
Þetta tímabil — átjánda öld-
in — var eitthvert mesta upp-
lausnartímabilið 1 sögu Evrópu.
Það var öld Casanova, öldin,
sem þoldi þessum feneyska
ævintýramanni og loddara að
flækjast borg úr borg, land úr
landi, og fleka konur út í hið
ótrúlegasta ástabrall. Meðal
hii'ðmannanna var Richelieu,
12
HEIMILISRITIÐ