Heimilisritið - 01.02.1951, Page 15

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 15
sem sízt reyndi að draga úr verstu löstum konungs og not- færði sér þetta til að afvega- leiða hann á sviði ástamála. Honum tókst að lokum að koma á reglubundnu hórlífi með hin- um unga konungi og Madame de Mailly. Daður konungs við Madame de Mailly, sem í fyrstu var leynilegt, varð brátt lýðum ljóst, og á það var litið sem afleiðingu af ósamkomulagi við drottninguna. í samræmi við venju, innleidda af Lúðvík XIV., varð Madame de Mailly opin- ber hjákona Lúðvíks XV. Innan skamms varð Lúðvík XV. leiður á henni, en beindi þess í stað athygli sinni að systur hennar, Madame de Tournelle, sem auð- vitað varð einnig frilla hans. Síðar gaf hann henni titilinn: Hertogafrú de Chateauroux. En þeir voru margir við hirð- ina, sem höfðu andúð á hertoga- frú de Chateouroux. Og þegar konungurinn veiktist eitt sinn alvarlega 1 herför við Metz, iðraðist hann gjálífis síns og rak hana í útlegð. MADAME d’Etioles — áður Mademoiselle Jeanne Antoi- nette Poisson — dvaldi lengst- um á landssetri sínu, Etioles, í grennd við Choisy, þar sem konungurinn átti sveitahöll. Gestrisni hennar urðu ýmsir frá hirðinni aðnjótandi, og brátt barst orð af henni til eyrna hans hátignar. Um það leyti árs, sem kon- ungurinn var vanur að stunda dýraveiðar, fór hann iðulega á veiðar í Senart-skóginum, skammt frá höll sinni í Choisy. Dag nokkurn tók hann eftir fagurri konu, sem ók fram hjá honum í vagni sínum. Þegar hann spurði, hver hún væri, var honum sagt að þetta væri Madame d’Etioles. í FEBRÚAR 1745 giftist son- ur Lúðvíks XV., ríkiserfinginn, spænsku konungsdótturinni Maria Theresa. Hátíðarhöldin af því tilefni voru stórfengleg. Nægilegt er að nefna „konung- legt brúðkaup við hirð Lúðvíks XV. Frakklandskonungs" til þess að mönnum verði ljóst, hvílíka dýrð var um að ræða. Alþýða Parísar fagnaði tíðind- unum með fjörugum dansleikj- um, tilkomumiklum flugelda- sýningum og allskyns veizlu- höldum. Kostnaðurinn varð ó- hóflegur, en Lúðvík XV. tók ekkert tillit til þeirrar hliðar málsins. Hámarki náðu hátíðahöldin með grímudansleik, sem hald- inn var að Hótel de Ville í París. Aldrei í allri Frakklands- HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.