Heimilisritið - 01.02.1951, Side 16

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 16
sögunni hafði verið efnt til jafn fjölmennrar samkomu. Að- göngumiðum var dreift út í þúsundatali. Svo margmennt var á grímudansleiknum, að fjöldi manna tróðst undir. Brennipunktur þessarar sam- komu var auðvitað konungurinn sjálfur. Fjölskylda hans og nán- ustu hirðvinir snæddu í sérher- bergi. Hann virti samkvæmis- gesti fyrir sér um stund, en slóst svo í hópinn síðar. Casa- nova skrifar þannig lýsingu á Lúðvík XV. um svipað leyti: „Hann hafði heimsins feg- ursta höfuð, og bar það af virðuleik og göfgi. Engum málara, hversu fær sem hann annars hefur verið, hefur tekizt að ná yfirbragði þessa framúrskarandi andlits, þeg- ar konungurinn sneri því góðlátlega að einhverjum.“ Sennilega hafa þessi orð átt vel við um Lúðvík XV., þegar hann birtist meðal hinna trúu og glaðværu þegna sinna á dansleiknum á Hótel de Ville, og gekk um á meðal þeirra við mikinn fögnuð, þegar forkunn- arfögur kona, í gervi Díönu, gekk á móti honum. Hún hélt á boga eins og sæmdi hlutverki hinnar grísk-rómversku veiði- gyðju, og um leið og konungur- inn nálgaðist hana, tók hún ör úr örvamæli sínum og miðaði henni í hjartastað hans. Lúðvík, sem alltaf var veikur fyrir fögrum konum, varð stór- hrifinn. Hann hóf samræður við hana og fékk brátt grun um, að yndisþokki hennar, fremur en örvarnar, væru líklegur til að nísta hjarta sitt. Tilsvör henn- ar voru greindarleg; og áður en hinu stutta samtali lauk, bað hann hana að fella grímuna. Hún hafnaði því glaðlega; hann endurtók ósk sína; og auðvitað lét hún undan að lokum. Um leið og konungurinn sá andlit hennar, þekkti hann sam- stundis konuna, sem hann hafði mætt á veiðiför sinni í Senart- skóginum forðum. Madame d’ Etioles notaði tækifærið, þegar hik kom á konunginn við hina óvæntu endurfundi, og hvarf í þröngina, en um leið og hún sneri á burt, notaði hún sér af hinu gamalkunna kvennabragði, að „missa“ vasaklútinn sinn. Konungurinn tók hann upp og færði henni. KONUNGINUM leiddist enn sem oftar. Hann kvartaði yfir því við herbergisþjóninn sinn, Binet, að það væri enginn sem gæti stytt sér stundir. Binet minntist á Madame d’Etioles; sem reyndar var skyld honum. Hann sagði að hún lifði í ham- ingjusömu hjónabandi og væri manni sínum trú. Binet sagðist H HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.