Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 22

Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 22
það hana ekki hót. Ungi maður- inn starði spyrjandi á hana til að sjá einhvem vott um sam- úð, en árangurslaust. Hún stóð upp og gekk í átt- ina að náttborðinu, sem síminn stóð á. „Hvað gerið þér?“ spurði hann. „Hringi til skipstjórans. Ég ætla ekki að koma mér í ó- þægindi með því að leyna af- brotamanni. Auk þess er það beinlínis hlægileg hugmynd hjá yður að ætla að fela yður hér inni. Þernan kemur hingað oft á dag, og svo ... svo er þetta líka svefnherbergi mitt.“ Lucille rétti höndina eftir símanum, en hann varð fyrri til og greip um úlnliðinn á henni. „Hlustið nú á! Bíðið andar- tak! Ef þér hefðuð nú verið í mínum sporum. Ef það hefði verið lýst eftir yður, og þér hefðuð leitað hjálpar hjá mér, og svarið, að þér væruð sak- lausar ... þá myndi ég aldrei, þá myndi ég aldrei hafa getað afhent yður lögreglunni, með köldu blóði.“ Hún hóf brúnirnar lítið eitt og brosti háðslega. „Hugsa sér, ekki það? En hvað það var gaman að heyra!“ Hún sneri sér við til að taka símann, en í sama bili var ein- hverju hörðu otað í bakið á henni og hún fann sársauka í úlnliðnum, þegar hann sneri henni að sér svo þau stóðu aug- liti til auglitis. Eitt andartak hélt hún, að hann væri orðinn vitskertur. Það var tryllt glóð í augum hans. „Andartak, fagra frú! Ég hef séð yður í mörgum kvikmynd- um, og ég hélt, að þér væruð bezta og göfugasta kona í heimi. Skynsöm og samúðarrík, en fyrst og fremst kona með hjarta. Ég hélt, að þér mynd- uð hjálpa mér, ef ég leitaði til yður. En nú veit ég betur; þér eruð tilfinningalaus eins og fiskur. Maður í minni aðstöðu verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum, og þess vegna gerði ég ráð fyrir, að þér kynn- uð að vísa mér á dyr. Af sömu ástæðu tók ég þessa skamm- byssu með mér. Takið eftir því, sem ég segi yður. Ef þér gerið minnstu tilraun til að ljósta upp um mig, annað hvort með því að hringja, eða þegar þern- an kemur inn, skýt ég yður umsvifalaust. skiljið þér það! Lögreglan gerir sér allt far um að kála mér fyrir morðið á bankamanninum, og ég get al- veg eins vel gert eitthvað til að vinna fyrir því rafmagni, sem í mig verður eytt. Þegar þern- an kemur inn með mat handa yður, stend ég inni í baðher- 20 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.