Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 26

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 26
Hampshire svo nærri, að henni virtist hún geta rétt út hönd- ina og snert þá. Hún leit syfjuð umhverfis sig. Hvar var Pete? Svo mundi hún atburði næt- urinnar. Hún spratt fram úr rúminu og flýtti sér að litla hólfinu við dyrnar. Björgunar- beltið var horfið. Þegar hún gekk hægt til baka, varð hún gagntekin nýrri og einkennilegri tilfinningu. Henni fannst hún svo undarlega ung, nýtt lífsviðhorf blasti við henni og gerði skref hennar léttari. Hún kom auga á litlu leikbrúðuna á borðinu. Hún brosti með sjálfri sér, og svo tók hún hana og fleygði henni út um kýraugað. Stóra skipið hélt leiðar sinn- ar. Sólin kom upp og skrýddi öldumar morgungulli. Lítil brúða vaggaði og hvirfðist í kjölvatninu. Mjúkt, gult hárið flaksaðist í tjásum, og málað brosið tók að mást af. ENDIR SKJALDBAKAN, SEM VAR í ÁLÖGUM Frægur kímnisagnahöfundur í Ameríku, Eddie Davis að nafni, segir eftirfarandi sögu af fallegri 18 ára stúlku, sem var á gangi úti í skógi og hafði næstum stigið ofan á skjaldböku. „Æ!“ kallaði skjaldbakan. „Gættu að því hvar þú gengur.“ „Er það sem mér heyrist?" sagði stúlkan steinhissa. „Talar skjald- bakan?" „Já, ekki ber á öðru,“ sagði skjaldbakan. „Hvernig stendur á því?“ spurði stúlkan. „Ég var einu sinni stór og myndarlegur íþróttakappi, þriggja álna hár, með hrokkið hár og mjög svo hcrðabreiður. Sá álagadómur var lagður á mig, að ég skyldi breytast í skjaldböku. Álfaprinsessa sagði mér, að ef svo kynni að fara, að ung og falleg stúlka tæki mig með sér heim og léti mig sofa undir koddanum sínum heila nótt, yrði ég aftur sá sami og ég var.“ Fallega stúlkan tók svo skjaldbökuna heim, stakk henni undir kodd- ann sinn og lét hana vera þar um nóttina. Og viti menn! um morgun- inn var stór og myndarlegur maður í rúminu hennar, þriggja álna hár, hrokkinhærður og herðabreiður. En, það furðulegasta við þetta allt, er, að enn þann dag í dag trúir móðir stúlkunnar ekki þessari sögu. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.