Heimilisritið - 01.02.1951, Page 29

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 29
f Hvað dreymdi þig í nótt? ✓ Ytarlegar draumaráðnmgar ANDI. — Sjá Afturganga. ANDLIT. — Dreymi þig, að andlit þitt sé ákaflega fagurt, boðar það ánægju og skemmtanir. Sé það þrútið, er það fyrir pen- ingurn, en sé það dökkt og óhreint máttu iðrast einhvers verkn- aðar. Sjáirðu andlit þitt speglast og það er fagurt á að líta, er það mjög góður fyrirboði, en ella getur það verið fyrir óvináttu ann- arra manna, eða að eittlrvað, sem þú vilt halda leyndu, verður opinbert. Dreymi þig að þú sjáir andlit einhvers, sem þú þekk- ir, á einhverju dýri, mun sá maður sýna þér óvináttu. Ef þig dreymir að þú sjáir mörg ókunnug andlit, muntu skipta um starf eða dvalarstað, áður en langt um líður. (sjá S-pegill). ANDRÚMSLOFT. — Sjá Loft. ANDSTÆÐINGUR. — Ef þig dreymir að þú mætir mótstöðu- manni þínum, muntu ryðja úr vegi hindrunum fyrir hamingju. Það boðar glæsta framtíð. ANDVARP. — Ef þú andvarpar í draumi, muntu brátt gleðjast og hlæja innjlega. ANTILÓPA. -— Þetta indæla dý - er boðberi frá elskhuga þínum. Þú mátt hvorki tortryggja hann né svíkja. ÁNÆGJA. — Ef þig dreymir að þú öðlist mikla ánægju af ein- hverjum orsökum, er það fyrirboði þess, að þú munt verða mjög áhyggjufull(ur) út af börnum þínum, eða einhverjum nánustu ættingjum, um Iengri eða skemmri tíma. v______________________________________________________J HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.