Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 32

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 32
r Borða mannakjöt: fátækt og strit um ævina. Eta salt: sorg. Eta cgg: ógæfa; getur einnig táknað barnsfæðingu. ATVINNA. — Ef þig dreymir að þú fáir fasta atvinnu, er það fyrir góðu, en að dreyma að þú missir atvinnuna er þér fyrir óláni. Ráða einhvern í atvinnu boðar viðkomandi slysi eða hættu. Leita sér atvinnu: velgengni. AUÐUR. — Ef þig dreymir að þú sért auðug(ur) muntu lenda í mesta basli lengi vel. AUGA. — Dreymi þig að einhver stari einbeittur í augu þér, máttu reikna með því, að einhver áform þín mæti andróðri. Finnist þér þú vera sjóndöpur(dapur), muntu verða óhepp:n(n) um tíma. Ef þú sérð lokuð augu, er maki þinn afbrýðisamur. Annað cða bæði augu horfin úr höfði sér: dauðsfall einhvers nákomins. AUGABRUN. — Það cr fyrir góðu að dreyma s:g hafa fallegar og velformaðar augabrúnir. Finnist þér þær óeðlilega loðnar, er það fyrir hjónabandshamingju og auðsæld. AUGLYSING. — Ef þig dreymir að þú sért að skrifa auglýsingu, skaltu halda einbeitt(ur) og óhrædd(ur) áfram með fyrirætl- un þína. Dreymi þig um alkunna auglýsingu eða tilkynningu, boðar það þér nýja tekjulind. AULI.— Það hefur ávallt verið talið, að þegar mann dreymir að hann geri sig að aula eða vitleysing, boði það honum mikla gæfu í veraldlegum efnum. ÁVÍTUR. — Ef þig dreymir að yfirboðari þinn veitir þér ávítur, mun þér gert eitthvað tilboð — ef til vill verður þín beðið — og ævi þín og þinna mun verða allt önur en hingað til. ÁVÖXTUR. — Venjulega boðar draumur um ávexti auð og ham- ingju. Séu þeir grænir vita þeir á smávegis erfiðleika. Ofþrosk- aðir eða skemmdir ávextir boða oft peningaskort. ÁÆTLUNARBÍLL. — Dreymi þig að þú sért í áætlunarbíl, mun sjálfsálit þitt bíða mikinn hnekki, eftir að þú hefur lesið sendi- bréf nokkurt. Framhald í næsta hefti. 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.