Heimilisritið - 01.02.1951, Page 35

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 35
hefurðu það þá, bölvaður! Þyk- ist vera að fiska! Hafðu þetta! Letinginn þinn! Svínið þitt! Þú eyðir síðasta eyrinum í vín! Hafðu þetta, og þetta, og þetta!“ Matthías, sem þótti auðmýkj- andi að láta fara svona með sig í augsýn kvennanna, sneri sér rösklega að Mörtu og tautaði: „Nú er nóg korrjið." Að svo mæltu þreif hann til konu sinn- ar og fleygði henni út í vatnið. Svo kveikti hann sér rólega í pípunni, settist aftur og horfði kæruleysislega á Mörtu berjast um í vatninu. Þegar Marta hafði farið tvisv- ar í kaf, baðaði hún út höndun- um og sökk — hræðilega þögul. Og hún hélt um stóran stein. Nú var hugrekki Matthíasar á þrotum. Hann stóð skjálfandi á fætur, teygaði flöskuna í botn og henti sér út í vatnið. NOKKRAR ALDIR liðu. Svo var það einn fagran sumardag fyrir stuttu síðan, að málarinn Vosdukhov og skáldið Klunin voru að baða sig í vatninu og settust á bakkann. „Mér þætti gaman að vita,“ sagði Vosduk- hov upp úr þurru, „hvort ekki muni vera einhver þjóðsaga bundin við þetta vatn.“ Klunin leit á félaga sinn. „Jú, það er nú einmitt tilfellið," svaraði hann og stundi lágt. „Kynleg og skáldleg þjóðsaga. Eitt sinn, löngu fyrir manna minni, stóð lítið þorp hérna á vatnsbakkanum. Og þar átti heima ung og fögur stúlka. Hún hét, að ég held, Marta. Hún var svo aðdáanleg, að allir fengu ást á henni, sem sáu hana, en hún leit ekki við neinum, nema hinum unga og ástfangna eigin- manni sínum, Matthíasi. Smátt og smátt fór Marta hin fagra að veita því athygli, að Matthías var farinn að verða HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.