Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 38

Heimilisritið - 01.02.1951, Qupperneq 38
tálmuda-, kabalista- og töfrarit- um, sem mörg voru afar sjald- gæf og verðmæt. Utlit Dacres eitt saman var nóg til að sýna, að hinn mikli áhugi hans á málefnum varðandi sálarlífið, var fremur runninn af vísindalegum en trúarlegum rót- um. Það var ekkert i svip hans, sem bar vott um meinlætamann, en hvolflaga hvirfillinn, sem gnæfði eins og fjallstoppur upp yfir þunnt vangahárið, bar vott um mikla íhugunargáfu. Skapgerð hans var undarlega samslungin, blendingur góðs og ills, en hún kemur ekki við sögu hér, ég ætla einungis að segja frá þeirri einkennilegu og óskýr- anlegu reynslu, sem ég varð fyr- ir, er ég heimsótti hann, snemma um vorið' árið 1882. Eg hafði kynnzt Dacre í Eng- landi og ég hafði lofað að heim- sækja hann er ég kæmi til París- ar. Eg bjó utan við borgina, og þar eð kvöldlestin fór á óhent- ugum tíma, spurði hann hvort ég vildi ekki gista um nóttiua. „Eg hef ekki annað að bjóða þér“, sagði hann og benti á breiðan legubekk í stóra salnum, „en ég vona að vql fari um þig hérna“. Þetta var undarlegt svefn- herbergi, allir hinir háu veggir voru þaktir bókum í brúnu bandi, en við'felldnara umhverfi fyrir bókaorm var vart hægt að hugsa sér, og enginn ilmur gat verið geðfelldari en þessi sér- kennilegi, áleitni daunn af göml- um bókum. Eg fullvissaði hann um, að ég gæti ekki hugsað mér dásamlegri svefnstað, né umhverfi betur við mitt liæfi. „Þó húsbúnaðurinn sé hvorki þægilegur né samkvæmt nýj- ustu tízku, er hann þó að minnsta kosti dýr“, sagði hann og leit á hillurnar, „ég hef varið um það bil einni miljón í þá muni, sem hér eru. Bækur, skjaldarmerki, útskurð, teppi, krukkur og líkneski — hér er varla til sá hlutur, að' hann eigi sér ekki merkilega sögu, sem vert væri að segja“. Við’ sátum sinn hvorum meg- in við arininn. Vinnuborð lians stóð hægra megin við hann, og lampinn breiddi nmhverfis sig skært, gyllt ljos. A borðinu lágu ýmsir einkennilegir munir, þar á meðal stór trekt, eins og not- uð er, þegar víni er hellt á ámur. Hún leit út fyrir að vera úr svörtum viði og látúnslegin á börmunum. „Þetta er þó undarlegur forn- gripur“, sagði ég. „Hvernig skyldi saga hans vera?“ „Já“, sagði hann, „bara að' ég vissi það. Ég hef oft spurt sjálf- an mig þess, en hef ekki fengið 36 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.